Iðunn - 01.01.1886, Side 211
Um Suðui'liafseyjar.
205
ur or þar mjög fjölskrúðugur og fagur; nytsamar
jurtir vaxa þar margar, t. d. yams, batatas, banan-
er, písang, brauðaldinatrje, ananas og kókospfllmar.
Cook gróðursetti nokkur »orange«-trje á Tahiti, og
síðan hafa þau aukizt svo og margfaldazt, að ávext-
ir þeirra eru orðiiir mikil verzluuarvara; úr ávöxt-
Um þessum gera landsbúar áfengan drykk. A Tahiti
íækta menn nú sykurreyr, kaíB, kakaó, vanille og
viðarull. Sykurreyrinn á Tahiti er sjerstök tegund
°g þykir ágætlega arðsamur. Dýralífið er heldur
snautt, eins og alstaðar á Suðurhafseyjum ; þegar
Európumenn komu þaugað, voru þar engin önnur
alidýr en svín, liundar og hænsn. Nú er þar orðin
töluverð kvikfjárrækt og alhnikið af hestum.
Eólkstala var 1879 á Tahiti 9700; þar af eru um
8000 fruinbyggjar, en hitt menn af ýmsum þjóðum:
Erakkar, Englendingar, þjóðverjar, Kínverjar o. íl.
Kristniboðar komu frá Englandi til Taliiti 1797,
eins og fyr var á vikið ; þó fjekk kristnin eigi mik-
!nn viðgang þar fyr en 1813; þá ljet Pomare kon-
nngur annar skírast; liafði haun áður verið rnesti
grimmdarseggur, en gerði síðan allt til að ofia
kristna trú og ljet reisa stórkostlega kirkju nálægt
Eapeete. Kirkja þessi er hið mesta hús á Tahiti:
880 fet á lengd og 54 á breidd, með 133 gluggum
°g 29 dyrum, 280 súlum að utan, og 36 að innan
°g 3 prjedikunarstólum. Ófriður og blóðugir bar-
^agar urðu milli kristinna manna og heiðingja, en
l°ks unuu kristnir menn sigur, og nú eru þar allir
kristnir. Elestir landsbúar kunna að lesa og skrifa,
°g nú er búið að prenta ritninguna og ýmsar fleiri
bækur á Tahiti-máli; prentsmiðjan er á Eimeó,