Iðunn - 01.01.1886, Page 213
207
Um Suðurliafseyjar.
Darwin segir frá ferð sinni um Tahiti 1835 hjer
um bil á þessa leið :
»Dm sólaruppkomu hinn 15. nóv. 1835 sáum vjer
Tahiti í fjarska. Var eyjan þó oigi mjög ásjáleg!
hinn mikli jarðargróður á láglendinu sást ekki, því
að það var hulið skýjabólstrum, en upp úr skýjun-
otn sáust lirikalegir hamratindar á miðri eynni.
Vjer vörpuðum akkerum í Matavai-ílóa, og brátt
var orðið fullt af bátum kring um skipið. þegar
vjer höfðum borðað miðdegisverð, fórum vjer í land,
td þess að njóta allrar þeirrar ánægju, sem hafa
má af því, að líta ókunnugt land í fyrsta skipti,
°g þetta land, sem vjer áttum að sjá, var lhn und-
uvfagra Tahiti. A Venushöfða var saman korninn
fjöldi fólks, karlar, konur og börn; tók fólkið allt á
roóti oss með glaðværum svip og brosandi andliti.
Oss var vísað til liúss Wilsons kristniboða ; hann
oiætti okkur á leiðinni, og tók vingjarnlega á móti
°ss. 1 húsi hans sátum við dálitla stund, skildum
svo, og fórum að skoða landið, en komuin þangað
aþtur um kvöldið.
Bæktað land er á Tahiti ekki nema mjó ræma
h’am með fjallsrótum, til orðin af árburði. Öld-
ui'nar hrotna á kóralla-rifi, sem hlífir ströndinni
alhi; fyrir innan þetta kórallarif er sjórinn kyrr
°g spegilfagur, eins og stöðuvatn; þar geta skip og
^átar legir, og eyjarskeggjar róið öruggir fram og
aPtur. Á flatlendmu við sjóinn vex alstaðar hinn
fegursti gróður, sem til er milli hvarfbauganna.
Þar
vaxa banantrje, órangetrje, kókospálmar og
brauðaldinviður, og innan um þennan skóg eru
afgirtir blettir, með ræktuðum jurtum, svo sem