Iðunn - 01.01.1886, Side 214
208 J'orvaldur Thoroddsen:
yams, sætum batötum, sykurreyr og ananas; undir-
skógurinn eða kjarrið er eintóm ngúavan, og er það
mikilsvert aldintrje, én hjer er svo mikið af því, að
það or orðið að illgresi. Jeg liefi oj)t í Brasilíu
skoðað liina margbreyttu fegurð banana, pálma og
órange-trjáa, og sjeð, hve prýðilega trjen fylla hvert
annars fegurð; hjer bætist við brauðaldinatrjeð,
og ber það vel af við hin, því að það hefir stór og
gljáandi margskipt blöð. það er undrunarvert að
sjá stóra trjárunna af þessum viði, sem er eins
stór og föngulegur, eins og ensk eikitrje, og eru þó
alskipuð stórum og mjög nærandi ávöxtum. I skógin-
um eru stigir milli húsanna, og er þar svalt í skugg-
anum. Ibúarnir voru alstaðar einstaklega gestrisnir
og alúðlegir við oss.
Mjer leiiit eigi jafnvel á noitt, eins og á fólkið
sjálft. Andlitið er svo blíðlegt, að manni getur eigi
til hugar komið, að þetta sjeu villimenn, og svo
greindarlégt, að það sýnir, að þeir eru á mennt-
unar- og framfarastigi. Almúgamenn eru berir
niður að mitti, þegar þeir vinna. Tahitibúar eru
stórir vexti, axlarbreiðir, sterklegir og samsvara
sjer vol. Jeg hefi heyrt sagt, að Burópumenn venj-
ist við dökkvan hörundslit, og að þeim þá þyh1
hann jafnvel eðlilegri en litur sjálfra þeirra. þeg-
arhvítur maður og Tahitibúi lauga sig saman, þá
er það því líkast, að sjá bleika garðjurt við liliðina
á kjarnmikilli dökkgrænni villijurt, sem vaxið hefir
úti á víðavangi. Karlmenn eru flestir »tattóveraðir»,
og rákirnar liðast fagurlega eptir bugðum líkam-
ans. Mjög opt líkjast þessar rósir á líkama þeirra
limi á pálmatrje, þó út af því geti brugðið nokkuð.