Iðunn - 01.01.1886, Page 216
210 þorvaldur Thoroddsen:
sáum við skemmtilega sjón. Fjöldi af börnurn voru
að leika sjer í fjörunni; þau höfðu kynt eld, sem
lýsti upp trjen í kring, og á spegilfagran sjóinn;
smábörnin stóðu í kring, og sungu kvæði. Vjer
settumst niður í fjörunni, og hlustuðum á. Jeg
held að Ijóðin hafi verið um komu vora; dálítil
telpa söng eina hendingu, og þá tóku hin öll undir
margraddað. þessi sjón bar þess glögglega vott,
að vjer sátum á strönd einhverrar hinna nafnfrægu
eyja í Kyrrahafi.
Snemma morguns daginn eptir var mesti sægur
af bátum kominn vít að skipinu; voru þar varla
færri en 200 manns; þeim var leyft að koma upp
á skipið. Allir á skijvinu voru á sama máli um það,
að vart mundi hafa verið hægt að velja jafnmarga
menn af einhverri annari þjóð, sem gerði jafnlitla
háreysti. Allir liöfðu eitthvað til sölu, flestir skelj-
ar og kuðunga. Tahitibúar þekkja nú vel peninga-
gildi, og vildu þá miklu fremur en gömul föt og
annað það, er villimenn sækjast svo mjög eptir; þó
þekktu þeir eigi vel enska og spænska smápeninga,
og voru eigi í rónni fyr en þeir höfðu víxlað þeim
og fengið silfur-dollara fyrir. Sumir höfðingjar þeirra
höfðu safnað saman allmiklu fje. Kyrir nokkru
síðan bauð höfðingi einn 800 dollara (yfir 3000 kr.)
fyrir dálítið skip, og opt kaupa þeir hesta og báta
fyrir 50—100 dollara.
þegar við höfðum borðað morgunverð, fór jeg i
land, og gekk tvö eða þrjú þúsund fet upp eptn'
fjallshlíð. Strandfjöllin eru keilumynduð og brött,
úr gömlu, eldbrunnu grjóti; þar eru stór og djup
gljúfur, er ganga út til sjávar frá eynni miðri. þegar