Iðunn - 01.01.1886, Page 217
Um Suðurliafseyjar. 211
jeg var lcominn yfir lnð frjóva og ræktaða strand-
lendi, gekk jeg upp eptir bröttum hrygg millitveggja
gilja. Jarðargróður var þar mjög einkennilegur,
uær eingöngu smávaxnir burknar, en þegar ofar
<3ró, var þar stórgort gras innan um, og líktist það
lujög því, sem vex vlða til fjalla í Wales. jpað var
þó kynlegt að sjá þetta rjett fyrir ofan brunabeltis-
jurtirnar við ströndina. Efst í hlíðunum voru trje.
Við sjóinn er frjóvsemin mest, því að ströndin er svo
lág og flöt, að þangað safnast allt vatn úr fjöllun-
um. Um miðbik fjallanna er jurtagróður minni,
því að þar er rakinn minnstur, en efst á fjöllunum
er raki óg skýjalopt. Skógarnir uppi í fjöllunum
eru fagrir; þar vaxa burknatrje í stað kókospálm-
unna við sjóinn. þó mega menn eigi ímynda sjer,
l'ð skógar þessir sje eins mikilfenglegir og skógarnir
1 Brasilíu. Menn mega eigi bviast við, að sjá ann-
an eins tegundafjölda á oyjum, eins og algengt er á
Uieginlöndum.
Af fjallsbrúninni sá jeg eyjuna Eimeó, sem lýt-
ur sömu stjórn og Tahiti. Ejallatindarnir eru þar
háir og sundurskornir, og á þeim lágu hvítir
shýjabólstrar; þeir sýndust eins og eyja á bláum
hirnninum, eins og Eimeó sjálf á bláurn sænum.
AHt í kring um þessa ey eru kórallarif, og hvergi
hlið á nema á einum stað. í fjarska sjest hvítur
baugur kring um eyna, þar sem öldurnar brýtur
a kórallaklettunum. Fyrir innan þennan hvítabaug
risa fjöllin snarbött upp úr sjónum ; fyrir utan kó-
rallarifið or sjórinn dimmblár. Var það fagurt út-
8yui, og líktist eirstungumynd. þcgar jeg kom um
14*