Iðunn - 01.01.1886, Page 218
212 Jorvaldur Thoroddsen :
kvöldið niður úr fjöllunum, kom til mín einn af
eyjarskeggjum, sem jeg hafði glatt með þvf að víkja
honum lítilræði, og færði mjer heita steikta banana
og kókoshnetur. jpegar maður hefir verið á gangi í
brennandi sólarhita, er kókosmjólk hinn bezti svala-
drykkur. A Tahiti vex svo mikið af kókoshnetum, að
þær eru eins algeng fæða eyjarskeggja eins og rófur og
næpurvor á meðal. jpær eru mjög bragðgóðar, og lík-
lega enn betri en þær, sem ræktaðar eru á Englandi.
Aður en jeg fór út í skipið, bað jeg þennan mann
að fá annau mann með sjer, og fylgja mjer svo inn á
upplendi eyjarinnar.
Næsta morgun fór jeg snemma á land, og hafði
með mjer nestispoka og tvær ábreiður, handa mjer
og þjóni mínum. Pylgdarmenn mínir hinir þar-
lendu bundu farangurinn á endana á langri stöng,
og báru hana til skiptis um öxl sjer; þeir eru vanir
að bera þessar stangir allan daginn með 5 fjórð-
unga hagga á hvorum enda. Jeg sagði fylgdar-
mönnum mínum, að þeir skyldu hafa með sjer
nesti og föt, en þeir svöruðu, að fæðan væri nóg í
fjöllunum, og skinnið á skrokknum á sjer væri nóg
til skjóls. Vjer genguin upp dalinn Pia-aurú ; eptir
honum rennur á, sem fellur til sjávar við Venus-
höfða. þessi á or eitt hið mesta vatnsfall á eynni,
og sprettur upp nálægt hæstu tindunum á miðri
eynni, sem eru 7000 feta háir. Eyjan er öll svo
fjöllótt, að eigi er hægt að komast upp á upplend-
ið, nema með því að fara upp dalinn. Beggjameg-
inn við ána er skógarkjarr; það var einkennilegt
að sjá fjallatindana gegn um skógargöngin, þar sem
kókospálmar bærðust fyrir vindi hjer og hvar. Brátt