Iðunn - 01.01.1886, Page 219
Um Suðurhaf'seyjar.
213
varð dalurinn þrengri, og hlíðarnar beggja meginn
háar og brattar. þegar vjer höfðum gengið 3 eða
4 klukkustundir, var gljrifrið orðið svo mjótt, að
það var litlu breiðara en árfarvegurinn. Beggja
megitm voru klettarnir nærri þráðbeinir, en af því
eldfjallagrjótið er svo laust í sjer, þá vaxa trje og
rnikill jurtagróður aunar á hverri klettasnös. Gljúfr-
in eru nokkur þúsund fet á dýpt, og miklu hrika-
legri en nokkur önnur gljúfur, sem jeg hafði áður
sjeð. Loptið var svalt og rakt, þangað til um
miðdegi; þá var sólin beint yfir gljúfrunum, og varð
þá mjög heitt. U ndir klettasnös úr stuðlabergi snædd-
um vjer miðdegisverð. Fylgdarmenn mínir náðu
smáfiskum og kröbbum og matreiddu þá; þeir höfðu
með sjer net, sem var þanið á sviga ; þar sem áin
var djúp og hringiða, stungu þeir sjer, höfðu aug-
nn opin niður í vatninu, eins og otrar, leituðu fisk-
ana uppi í holum og smugum, og náðu þeim svo í
netið.
Tahitibúar eru syndir eins og selir. Ellis segir
frá sögu, er sýnir, hve vel þeir kunna við sig í
sjónum. Arið 1817 var hestur fluttur á land, bönd-
ln brustu og hesturinn fór útbyrðis. Tahitimenn
stukku þá þegar út í sjóinn með ópi og ósköpum,
til að hjálpa klárnum, og voru nærri búnir að
iirekkja honum af eintómri hjálpsemi. þegar hest-
urinn kom á land, þá hlupu allir, sem þar voru
fyrir, í felur fyrir þessu ókunna dýri, sem þeir
kölluðu umannberandi svín»; því að svín eru hin
emu landspendýr, er menn þekkja á Suðurhafs-
eyjum.
Nokkru ofar rennur áin saman af þrem lækjum