Iðunn - 01.01.1886, Síða 220
214
Jorvaldur Thoroddsen :
Tvö gilin nyrðri voru ófær, því að þar falla læk-
irnir í háum fossum niður frá miðtindunum. fpriðja
gilið virtist og með öllu ófært, en við gátum þó
komizt þar um einstigi. Til beggja lianda eru því
nær þráðbein standberg, en, eins og altítt er, þar
sem bergtegundir skiptast í lög, stóðu hjer og hvar
fram örmjóar randir á þeim; uxu þar villi-bananar,
liljur og aðrar bráðþroska jurtir heitu landanna. Ta-
hitimenn höfðu fundið einstigi eitt, er þeir klifruðu í
klettum þessum, til þess að leita að villiávöxtum, og
mátti komast þar upp úr gljúfrinu. það var hættu-
leg för, að komast fyrsta spölinn upp úr dalnum;
vjer urðum að handstyrkja oss upp á reipum, sem
vjer höfðum með oss. Mjer er óskiljanlegt.hvernig
nokkur maður skuli hafa getað fundið, að þetta var
eini vegurinn, er komast mátti upp á fjallið. Vjer
gengum hægt og hægt eptir klettabrúninni, unz
vjer komum að einurn læknum. Niður af þessari
klettabrún fellur yndisfagur fors, nokkur hundruð
fet á hæð; neðar fellur vatnið í öðrum háum forsi
niður í aðalána. Af þessuin forsælustalli fórum við
í boga fram hjá forsinum. Bins og áður fórum
vjer eptir mjóum klettasillum, en optast sáum vjer
eigi, hversu vegurinn var samt hættulegur, fyrir
hinum mikla gróðri, sem þar var. jpegar vjer fóruni
af einni sillunni á aðra, urðum vjer að fara upp
þverhnýpt bergið; þá lagði annar Tahitibúinn, fjör-
ugur og föngulegur maður, trjástofn að berginu,
klifraði upp eptir honum, og komst svo upp, nreð
því að tylla fótunum í rifurnar á berginu; síðan
festi hann reipi um klettasnös, og ljct það síga
niður vor; drógum vjer fyrst upp hund, sem með