Iðunn - 01.01.1886, Page 222
21H
|>orvaldur Tlioroddsen :
haía þoir burðarstengur sínar, sem fyr voru nefndar,
og á bátum sínum stengur á bæði borð út í sjóinn,
svo að þeir kollsigli sig síður. A fáum sekúndum
voru þeir bútiir að kveikja eld. Fyrir óvana þarf
til þess mikla fyrirhöfn, eða svo reyndist mjer; jeg
var meira en lítið hreykinn af því, að jeg þó gat
kveikt á endanum, þó seint gengi. Gauchóarnir á
Pampasljettunum í Suður-Ameríku fóru dálítið
öðruvísi að ; þeir hafa 18 þuntlunga langan staf,
setja annan endann við brjóst sjer, en hinn inn í
holu á spýtukubbi, og snúa svo stafnum eins og
trjesmiðir snúa borjárnum sínum. Eptir að Tahiti-
búarnir voru búnir að kveikja í nokkrum smáspýt-
um, lögðu þeir um 20 steina, á stærð við barns-
hnefa, á eldinn, og hituðu þá ; að tíu mínútum liðn-
um voru spýturnar brunnar til kola, en steinarnir
orðnir heitir. Aður höfðu þeir vafið hráa kjöt- og
fiskbita, þroskaða og óþroskaða banana og frjóanga
af arum-plöntum intian í græn blöð; þessum grænu
smábögglum röðuðuþeir í lög milli lieitu steinanna,
og huldu svo allt moldu, svo enginn reykur eða
gufa gat komizt út. Eptir hálfa ldukkustund var
allt ágætlega soðið. jpessa lostætu smáböggla ljet-
um vjer nú á borðdúk af bananblöðum, drukkum
kalt vatn úr læknum úr kókoshnotarskeljum og
neyttum glaðir matar vors.
Jeg gat eigi annað en verið frá mjer numinn af
að skoða fegurð jurtagróðans í kring um oss. Al-
staðar voru bananskógar; þó nú ávextirnir sje ætir
og notaðir, þá var þó svo mikið af þeim, að þeir
lágu í hrúgum hálfrotnaðir á jörðunni, af því eng-
inn hirti þá. Rjett fyrir framan okkur voru stórir