Iðunn - 01.01.1886, Page 223
Um Suðurhafseyjar.
217
i'unnar af sykurreyr, sem vex þar óræktaður
og óhirtur; fratn með læknum vex »ava»-jurtin
(Piper methysticum), er áður var notuð í mjög á-
fengan drykk; jeg tugði dálitla ögn, og fann, að
bragðið var mjög óþægilegt, svo hver maður mundi
af því hafa ætlað, að jurtin væri eitruð. Fyrir tilstilli
kristniboðanna or hætt að rækta þessa jurt, og nú
vox hún hvergi nema í þessum djúpu glúfrum, og
er engum til meins lengur. þar rjett hjá vex »arum»-
jurtin; rætur hennar eru góð fæða, þegar þær eru
steiktar, og ung blöð af henni eru bezta kálmeti;
þar vex og liljujurt, sem heitir »pi», og er mjög al-
geng; rætur hennar eru stórar og mjúkar; þær
böfðum við fyrir eptirmat; þær eru eins og síróp á
bragðið, og að þeim er þægilegur kryddkeirnur. Auk
þess uxu þar og fleiri ætar ávaxtategundir, og nyt-
samar káltegundir. það er eigi hægt annað en
undrast allt þetta, þegar maður her það saman við
óræktaða bletti í tempruðu blettunum. Mjer kom
þá og til hugar, að maðurinn, að minnsta kosti
vdlimaðurinn, sem á svo bágt með að gera sjer
grein fyrir orsökum og afleiðingum hlutanna, hlýtur
að vera upprunninn í brunabeltinu.
Seint um kvöldið gekk jeg mjer til skemmtunar
‘ forsælu banantrjánna upp möð læknum, og varð
þó fljótt að snúa við, því að þá varð fyrir mjer
|ors, 2—300 fet á hæð ; fyrir ofan hann var annar
inum
litlu
vind-
blær. Eendur bananblaðanna voru allar þaktar
^aggardropum, en blöðin voru heil og óbrotin, en
rors; jeg nefni alla þessa forsa, til að gera möi
skiljanlegt, hve lialli landsins er mikill. í
byrgi við forsinn kemur víst aldrei minnsti