Iðunn - 01.01.1886, Síða 226
220 J>orvaldur Thoroddsen:
innar á Tahiti, þá var aptur leyfð vínfangasala á
St. Helena.
þegar vjer höfðum snætt morgunverð, hjeldum
vjer ferðinni áfram. Af því jeg hafði að eins áform-
að, að skoða lítið eitt, hvernig umhorfs væri um
upplendið á Tahiti, þá snerum vjer aptur og fór-
um aðra leið, er lá neðar niður í aðaldalinn. Vjer
fórum mjög krókótta leið niður fjallshlíðina öðrum
meginn við dalinn. þar sem brekkan var minni,
gengum vjer gegn um stóra runna af villihanönum.
þaö var gott og fagurt sýnishorn af frumbyggjum
heimsins, að sjá Tahiti-búa allsbera og pentaða,
með blómsveiga á höfði, bera við hina skuggamiklu
banan-runna. Vjer fórum niður eptir örmjóum
eggjunum á milli giljanna, sumstaðar snarbröttum;
en allar voru þær skógi vaxnar. Ganga þessi var
þreytandi, því að vjer urðum allt af að hafa mestu
gætni á að halda líkamanum f jafnvægi. Jeg gat
varla fulldázt að þessum gljúfrum eða giljum. þegar
maður lítur yfir land af hamrahrygg, sem er hvass
eins og hnífsegg, er það því líkast, að maður sæti í
loptfari. A heimleiðinni þurftum vjer að eins einu
sinni að halda á reipum, nefnil. til að síga niður í
aðaldalinn. Vjer sváfum næstu nótt undir þeirri
hinni sömu ldettasnös, þar sem vjer höfðum snætt
miðdegisverð daginn áður. Nóttin var fögur, en
mjög dimm, af því að gljúfrin voru svo djúp og
þröng.
Aður en jeg hafði sjeð þetta land, hafði jeg átt
illt með að skilja tvennt, er Ellis segir frá; fyrst
það, að þeir, er ósigur biðu f hinum mannskæðu
orustum, er hjer voru háður fyrri á tfmum, hefðu