Iðunn - 01.01.1886, Page 228
222 þorvaldur Thoroddsen:
Kotzcbue. Hver sií, sem ber saman lýsingar þess-
ara þriggja manna, mun að œtlun minni fá nokk-
urn veginn glögga hugmynd um ástandið á Tahiti,
eins og það er nú. Jeg hafði áður ímyndað mjer,
eptir frásögn Beechys og Kotzebues, að Tahitibúar
væri nú orðnir daufir og þunglyndir, og lifðu í
sífelldum ótta fyrir kristniboðunum; en þessi hug-
mynd er alveg skökk. Otta sá jog hvergi á þeim,
nema ef menn blanda saman ótta og virðingu.
Oánægja er hjer svo sjaldgæf, að það mundi vera
örðugt að finna í Bvrópu svo mörg glaðleg og á-
nægð andlit í einum hóp, eins og hjer. Hjer er
bannað að leika á pípur (flautur) og að dausa,
og hafa margir sagt, að slíkt væri bæði ranglátt
og heimskulegt, og eins hafa menn talað um helgi
sunnudagsins, sem hjer er haldinn enn stranglegar
en »Presbyterianar« halda liann. Jeg vil þó eigi
leyfa mjor að segja neitt mcð vissu um þetta,
á móti skoðunum þeirra manna, sem hafa verið
jafnmörg ár á cynni, eins og jeg hefi verið þar
marga daga.
Yfir liöfuð að tala sýnist mjer siðferði og trú-
rækni eyjarskeggja allrar virðingar verð. Margir
ferðamenn eru enn ákafari mótstöðumenn kristni-
boðanna heldur en Kotzebue, og þessir orðhákar
gleyma því, að bera það ástand eyjarinnar, sem
nú er, saman við ástandið fyrir 20 árum, og þeir
bera það jafnvel ekki saman við siðferðisástandið i
Evrópu nú á dögum; þeir nota ekkert til saman-
burðar annað en hinn æðsta og strangasta mæh-
kvarða. jpeir heimta, að kristniboðarnir gjöri það,
sem sjálfum postulunum muudi jafnvel ekki hafa