Iðunn - 01.01.1886, Page 230
224 Jwvaldur Thoroddsen :
haldin var, fyrst á Tahiti-máli, og síðan á ensku.
Pritchard, som er yfirmaður kristniboðanna, mess-
aði. Kirkjan var rúmgott timburhús, og þar var
troðfullt af fólki, vel klæddu og á ýmsum aldri.
jpessi kirkja var svipuð sveitakirkju á Englaudi.
Sálmarnir voru vel sungnir, presturinn talaði glöggt
og vel, en Tahitimálið gerði þó eigi ræðuna áheyri-
lega, því að sömu orðin voru svo opt tekin upp-
þegar ensku guðsþjónustunni var lokið, fóru nokkr-
ir aptur gangandi til Matavai, ogvar það skemmti-
legt, að ganga eptir fjörunni, í forsælu hinna íögru
trjáa.
Hjer um bil fyrir tveim árum rændu eyjarbú-
arnir á Lág-eyjum enskt skip; þær eyjar voru
þá undir yfirráðum drottningarinnar á Tahiti. þaö
var ætlun manna, að illræðismennirnir hefði leiönt
til að drýgja þeuna glæp af lögum, sem drottning
hafði sett. Enska stjórnin krafðist skaðabóta, og
fjellst drottning á að greiða þær, og kom mönnuin
saman um, að greiða skyldi hjer um bil 3000 doll-
ara 1. september þ. á. Plotaforinginn enski i
Lima hafði boðið Eitz Eoy að krefjast fjárins.
Eitz Eoy heiddist fundar Pomarre drottningar til
viðtals um þetta mál. — Pomarre drottning þessi
varð seinna nafnkennd sökurn þess, hve Erökkum
fórst illa við hana. — Drottning kvaddi þá alla
helztu höfðingja eyjarinnar til fundar. það kom
þá fram, að fjeð hafði eigi verið goldið á tiltekn-
um tíma, og ástæðurnar, sem bornar voru fram
fyrir því, að það hafði eigi verið gert, voru vafa-
samar. Jeg get naumast orðum að því komið, hvað
mjer þótti fundurinn leysa verk sitt vel og greið-