Iðunn - 01.01.1886, Page 234
228
N. Neergaard:
ópi yfir frelsinu ásamt með alþýðuuni, og franska
þjóðin naut þeirrar ánægjustundar, er því miður
fáum þjóðum auðnast að líta, er allur ágreiningur
hverfur og allir fyllast samhuga guðmóði.
Sem nærri má geta, leið eigi á löngu áður á-
greiningsins yrði vart að nýju. Pylgismenn kon-
ungsvaldsins tóku að andæfa móti hinni nýju stjórn-
arskipun og koma öllu aptur í gamla horfið, og lýð-
veldismenn sjálfir urðu heldur eigi allir á eitt sátt-
ir eða sammála. Verkmennirnir, sem fylltu flokk
jöfnunarmanna og höfðu Loúis Blanc fyrir oddvita,
kröfðust þess, að ríkið skyldi annast stjórn allra
vinnubragða þjóðfjelagsins, og skyldi það smám-
saman komast að í stað hinna einstöku vinnuveit-
anda; en mestum hluta lýðveldismanna þótti apt-
ur á móti þetta ógjörandi, og vildu því eigi raska
þeim grundvelli þjóðfjelagsins, er þegar var lagð-
ur, lieldur nota hann frekar og reyna um leiö
með öllu móti að bæta kjör þeirra stjettauna, er
báglegast voru staddar. Lýðveldismenn livors-
tveggja flokksins sátu í stjórn þeirri, er með sam-
þykki allrar alþýðu haföi tekizt framkvæmd ríkis-
málanna á liendur, unz frjálsar kosningar gætu
farið fram og ríkisþiugið komið saman. I stjóru-
inni sjálfri voru jöfnunarmenn að vísu í minni
hluta, en höfðu góðan bakhjall þar sem Parísar-
verkmennirnir vóru, því að þeir liöfðu að mestu
leitt stjórnarbyltinguna til lykta, og fyrir því varð
að gefa kröfum þeirra sjerstaklega gaum.
Meiri hluti stjórnarinnar vildi fara meðalveginn
og þóttist sjá ráð til að gera verkmönnum að
skapi, með því að setja á stofn hiuar svo uefudu