Iðunn - 01.01.1886, Side 235
Stjórnarskrárrof Napóleons III. 229
þjóðvinnustofur. |>ar átti hver atvinnulaus maður
kost á að fá vinnu, og 1 kr. 45 a., eða því sem
næst, í kaup á dag; en því fór fjarri, að það skipu-
lag væri á haft, sem Louis Blanc hafði ætlazt til,
og fyrir því taldi hann sig eigi bera ábyrgð þess,
að vinnustofunum var komið upp og hvernig þeim
var stjórnað. Fjöldi manns streymdi til borgar-
innar úr öllum áttum til þess að sæta boði stjórn-
arinnar, en það voru fæstir, sem nokkra vinnu
fengu. þar á ofan var enginn vegur til að menn
gætu starfað að þeirri vinnu, er þeir höfðu numið.
kfúrarar, smiðir, skóarar og skraddarar o. s. frv.
voru allir settir í moldarverk, og þegar það þraut
handa slíkum sæg, þá urðu hinir, sem um fram
voru, að ganga iðjulausir, og fengu þá nokkru minna
kaup en til stóð. Að lokum fengu 117,000 verk-
nianna kaup í þjóðvinnustofunum, en einungis lít-
dl hluti þessara manna gat fengið vinnu. Mann-
fjöldinn óx því dag frá degi, er fólkið þyrptist til
k’arísar úr öllum sveitum Frakklands, hafði þar
ekki neitt fyrir stafni og lá á ríkissjóðnum, sem
Þegar áður var of hlaðinn.
1 þetta mund var ríkisþingið, er stjórnarskrána
Skyldi semja, saman komið. Kosningin fór fram
ePtir almennum kosningarlögum; meiri hluti þing-
,r|anna voru að vísu lýðveldismenn, en þó fór því
fjarri, að þeir mættu byltingamenn kallast, að því
er snerti almenna pólitíska skoðun þeirra. þing-
lllu svipaði að öllu samtöldu miklu fremur til
nieðalstjettarinnar en verkmanna, og hafði jafnvel
eigi alllítinn beyg af flokkum byltingamanna, eink-
11111 jöfnunarmönnum. Hafði það einkum illan