Iðunn - 01.01.1886, Side 236
230 N. Nccrgaard:
augastað á þeim óánægðu óeirðarseggjum, er ólust
við þjóðvinnustofurnar, og þótti sem leiðtogum
framsóknarmanna mundi verða hægðarleikur að ná
þeim á band með sjer. J júnímánuði 1848 rjeð
stjórn sú, er ríkisþingið hafði kjörið, af að loka
þjóðvinnustofunum; að þessu flanaði hún með
slíkri ónærgætni, að það hlaut að leiða til mik-
illa óspekta. Kveðið var á, að öllum ókvæntum
verkmönnum á 18.—25. aldursári, er við þjóðvinnu-
stofurnar ólust, skyldi skotið inn í herinn, oghina
skyldi setja til vinnu víðs vegar í hjeruðunum.
þessa skipun töldu menn vera heitrof, og sárnaði,
er farið var með þá sem skynlausar skepnur.
Fóru dylgjur sívaxandi með mönnum, unz margar
þúsundir verkmanna hervæddust til atsóknar ríkis-
þingi og stjórn. Kíkisþingið fól Cavaignac hers-
höfðingja, dyggum manni og trúlyndum stjórnar-
skrárvini, yfirstjórn hersins; var nú barizt á stræt-
um borgarinnar f 3 daga áður hann fekk sefað
uppreisnina, en mannfallið var svo mikið sem í
skæðri fólkorustu. Hvorirtveggju urðu fullir úlf-
úðar, bæði sökum hinna stjórnlausu manndrápa
á borgarstrætunum, og svo hins, er á eptir fór, að
svo mörgum var varpað í dýflissu og til refsinga
dæmdir. Upp frá þessu varð borgarastjettin nær
því að gjalti af ótta við »hinn rauða draug« stjórn-
byltingarinnar, og hinir, er lialloka höfðu farið,
fylltust sárri gromju við hina gæfu borgara, er
höfðu setið á ríkisþinginu með hendurnar í vösun-
um og látið sjer vel líka, að trúnaðarmaður sinn,
Cavaignac hershöfðingi, hjyggi verkmennina niöur
umvörpum á borgarstrætunum. Iijeðan í frá ljet