Iðunn - 01.01.1886, Page 238
232
N. Nccrgaanl:
víks komings, Hortenaía, stjúpdóttir Napóleons
mikla. jpað var öðru nær, en að afskipti þau, sem
hann til þessa hafði haft af málum Frakka, væri
glæsileg. Hann hafði tvívegis hafið ófrið gegn
Loðvík Filipps Frakkakonungi, en allt farið út um
þúfur í bæði skiptin. I fyrra skiptið var eigi svo
mikið um, að hann væri settur í fangelsi; stjórnin
fann enga ástæðu til að kippa sjer svo upp við
þessa tiltekt hans, sem jafnheimskulega hafði verið
stofnuð sem henni var löðurmannlega fram fylgt.
I síðara skiptið átti hann litlu meira láni að fagna,
en nú var honum þó ekki sleppt óhegndum, held-
ur var hann dæmdur til fangelsisvistar í kastalan-
um Ham alla æfi. þaðan strauk hann 1846; komst
til Englands og dvaldist þar þegar stjórnarbylting-
in liófst í París.
Yfirlit Loðvíks Napóleons og allt látbragð hans
mátti í engu slá yfir hann nokkurs konar ægi-
geislum fremur en lífsferill hans. Andlit hans var
dauflegt og sviplaust, augun döpur, augnalokin
þunglamaleg, er allt bar fremur vitni um lítil-
mennsku og læpuskap; hann var óblíður í viðmóti
og fámálugur, og var eigi líklegt, að slíkt mundi
afla honum vinsælda. Ætluðu flestir, að aldrex
mundi vei’ða maður úr honum; múndi hann verða
framvegis sarni auðnuleysinginn allt til æfiloka. En
þótt hann væri lítilmótlegur og ankanalegur, bjó þo
í honurn meiri maður en almennt gerist. Hann
hafði hugfast hið mikla fortíðargongi Napóleons-
ættarinnar og framtíðarvon þá, er hún ætti sjoi'.
þessi hugsun varð ríkari en kuldinn og þumhara-
skajxurinn í honum og gerði hann að ofstækisfull-