Iðunn - 01.01.1886, Page 240
234 N. Neergaard:
stóð veðrið, og tóku þvcrt fyrir að verða við á-
skoraninni; fór prinzinn þá með flokki sínum á
hermanna vísu um stræti þessa friðsama smá-
bæjar; því að nú var það alþýðan, sem hanu
ætlaði að fá til fylgis við sig. Tveir hlutir voru
í förinni, sem talið var að mundu gera það að
verkum, að almenningur þyti upp til handa og
fóta; það voru tveir ernir, annar úr trje og loga-
gyltur, hinn lifandi og .taminn vandlega; skyldi
hann fljúga upp á minningarstöpul Napóleons hins
mikla, er reistur hafði verið þar í bænum, þegar
flokkinn bæri þar að, og vera sem lifandi mark
um hið endurrisna keisaradæmi. þá fór allt öðru-
vísi, en ætlað var. Bæjarmenn gláptu á þessa
hersing eins og tröll á heiðríkju, og tóku eigi
undir kveðjuorð hennar: »lifi keisarinn«; örninn
var ófáanlegur til að fljúga upp á stöpulinn; og
þegar tilraun sú, sem gerð var til þess að fá
herinn til fylgis við sig, mistókst, riðlaðist allur
flokkurinn og tvístraðist út í buskann, en Loð-
vík Napóleon var höndum tekinn.
I þessu óðs manns æði er alls eigi farið að
bóla á þeim kaldlyndis-klókskap, sem síðar meir
varð honum að bezta liði, heldur birtist þar hin
önnur lunderniseinkunn hans: ofstækistraust hans
á hamingju sinni og herfjötri þeim, som Napóleons-
nafnið eitt mætti leggja á hug og lijörtu Frakka.
Hanu hugsaði, að hermenn allir og borgarar mundu
þegar falla fyrir fætur sjer, er þeir heyrði nafn
hins mikla keisara og sæi aptur örn keisaradæm-
isins. Atta árum síðar, þegar fregnin um stjórn-
arbyltinguna í París og flótta Loðvíks Filipps barst