Iðunn - 01.01.1886, Page 241
235
St.jórnarskrárrof Napóleons III.
til Englands, var þetta traust lians enn þá jafn-
óbilugt í öllum meginatriðum, þrátt fyrir fang-
elsisvist hans og aðrar ófarir, og þrátt fyrir van-
traust vina sinna. Sama kveldið sagði hann við
ættingja sinn: »Aður en eitt ár er liðið, hefi jeg
tekið ríki á Erakklandi«.
Hann þekkti mætavel bresti frönsku þjóðarinn-
ar, og þar af leiddi að nokkru leyti, að hann
taldi sjer sigurinn vísan. Yjer verðum að hafa
það hugfast þegar í upphafi, að Frakkar máttu
8jálfum sjer um kenna að mestu leyti, er þeir
komust 1 klærnar á þessum glæframanni. það á
8jer engan stað, þó að verið sje að stagast á
því, að ágætar þjóðir verði saklausar fyrir þvf ó-
láni, að falla fyrir brögðum vondra manna. Ef
þjóð glatar frelsi sínu og sjálfræði, mun það jafn-
a'i á sannast, að því hafa valdið brek sjálfrar henn-
ai’: dugleysi, fjelagsleysi og óhollar skoðanir.
En Frakkar voru snortnir af rangri og óhollri
sómatilfinning, eins og svo mörgum öðrum þjóð-
11111 hættir við. Allur þorri manna mat herfrægð
meir en allt annað og dýrkaði liina sigursælu hers-
böfðingja sfna. þeir leituðu eigi hinnar sönnu
þjóðfrægðar, sem er dugnaður, menntun og fram-
farir, heldur vopnagnýs og dýrlegs sigurs. Pyrir
því varð og Napóleon mikli þjóðhetja þeirra. Eng-
1,111 hefir unnið Prakklandi jafnmikið tjón sem
bftnn, því að landsins sonu á bezta aldri leiddi
bann til höggs á vígvöllum víðsvegar um alla
bforðurálfuna, og eyddi bæði andlegum og efna-
'6gum kröptum þjóðarinnar til þess að stofnsetja
beimsríki, er þó liðaðist sundur að lokum, en