Iðunn - 01.01.1886, Page 248
242
N. Neergaard:
Hvern þann mann mun jeg telja fjandmann œtt-
jarðar vorrar, er á ólöglegan hátt leitast við að
kollvarpa því, er öll þjóðin hefir orðið ásátt um».
þegar hann hafði lokið ræðu sinui, stóðu allir
þeir þingmenn upp, er stjórnarskrána sömdu, og
hrópuðu í einu hljóði: lifi lýðvcldið !
Napóleon forseti.
það verður eigi sagt með vissu, hvort Napóloon
hafi unnið eið að stjórnarskránni með þeim ásetn-
ingi að rjufa hana; þó er mjög líklegt, að svo hafi
verið.
I maímánuði 1849 var slitið þingi því, er fjallað
hafði um stjórnarskrána, og kom þá hið reglulega
ríkisþing í fyrsta skipti saman. A kosnmgunum
til þessa þings mátti glögglega sjá, hve mjög hugir
landsmanna voru farnir að hallast að hægra flokk-
inum, og hve lítinn byr lýðveldið hafði enn hjá
Frökkum. þingmenn voru alls 750, en af þeim eigi
nema 230 lýðveldismenn ; hinir allir vildu koma á
aptur einvaldsstjórn, en voru þó ekki á eitt sáttir,
hvernig hún skyldi vera, er sumir vildu hafa ætt-
menn Karls hins tíunda, aðrir ættmenn Loðvíks
Filipps á konungsstóli, og enn vildu aðrir — þótt
þeir væru fæstir — reisa keisaradæmið við af
nýju.
það er auðsjeð, að Loðvík Napóleon mundi ganga
allt að óskum, er svona var ástatt. Honum reið
því á mestu, að veikja traust manna á stjórnarskip-
un þeirri, er þá var í gildi, enda gerðist ríldsþingið
ginningarfítí hans. Enginn hlutur mátti fremur tvístra