Iðunn - 01.01.1886, Page 249
243
Stjórnarskrárrof Napóleons 111.
skoðunum þjóðarinnar og svipta hana allri vonum,
að lýðveldið gæti átt sjer langan aldur, heldur en
að sjá ríkisþingið, sem átti að vera traustasti for-
vörður lýðveldisins, vera að hnakkrífast um það,
hverja stjórnarskipun væri hezt að setja í stað hinn-
ar lögmætu stjórnarskipunar, er enn stóð í góðu
S'ldi. 1 einu atriði var þó allur hægri flokkurinn
á einu bandi: í smásmuglegri óvild við lýðveldið og
fylgismenn þess. Verður þetta bozt sjeð á lögum
þeim, sem sett voru 1849—5L. Kennslumálunum
var noer því gjörsamlega fleygt í hendurnar á klerka-
atjettinni, fundafrelsi og prentfrelsi var takmarkað,
°8 nú þurftu menn að hafa verið 3 ár í kjördæminu
td þess að hafa kosningarrjett til ríkisþingsins—en
áður þurfti til þess eina 6 mánuði. Með þessum
^ögum (staðfestum 31.maí 1850) voru 2—3 miljónir
kjósanda numdir af kjörskránum ; voru það helzt
Verkmenn, er opt urðu að hafa vistaskipti til að
leita sjer atvinnu ; missti nú ríkisþingið gjörsamlega
kylli þjóðar innar.
Sjálfur hafði Loðvík Napóleon hönd í bagga í
alh’i þeirri lagasetningu, fyrir meðalgöngu ráðaneytis
síns, og stjórnarathafnir sjálfs hans miðuðu allar
a° hinu sama. Hann rak fjölda stjórnarskrárvina
Ur embættum, ljet gera upptæk blöð lýðveldismanna,
°§ beitti hervaldi við heil fylki, þar sem lítilfjörleg-
_ óspektir höfðu orðið. þetta var auðvitað gert
k’1 að halda á góðri reglu, og því miður var einn
öokkur Iýðveldismanna í eitt skipti valdur að þess-
ll.ln stranga umbúnaði. Sumarið 1849 ljet forseti,
^1 þess að geðjast klerkastjettinni, franskan her
16*