Iðunn - 01.01.1886, Page 250
244
N. Neergaard :
vinna Bómaborg og reisa við hið veralrllega vald
páfans, er Bómverjar höfðu svipt hann árið áður.
Nokkrir byltingamenn í flokki lýðveldismanna töldu
þessi afskipti gagnstæð anda stjórnarskipunarinnar,
og með því að ríkisþingið lagði fullt samþykki á
gjörðir Loðvíks Napóleons, þóttust þeir eiga rjett
á, að hleypa upp þinginu með ofríki. En alþýða
manna Ijet sjer fátt um finnast uppreistartilraun
þá, sem gerð var, enda var hún bæld niður þegar í
stað. Allur þorri lýðveldismanna sá glöggt, hvílíkur
glæiDur slíkt ofríki við lögmætt fulltrúaþing lands-
ins var; en engu að sfður var öllum lýðveldismönn-
um kennt um það, sem gerzt hafði, og á þeimbitn-
uðu afleiðingarnar.
Satnkomulagið milli Loðvíks Napóleons og hægra
flokksins var Irið ákjósanlegasta, þegar skerða átti
borgaralegt frelsi og koma lýðveldinu á knje; en
þegar ræða skyldi um stjórnarskipun þá, er setja
skyldi í stað þeirrar, er þá var í gildi, var sátt og
samlyndi lokið. jpví fór fjarri, að forseta dytti t
hug að styrkja nokkra hinna fornu höfðingjaætta
til vaída að nýju, því að þá hefði hann sjálfur
dottið úr sögunni; en hægra flokkinum kom heldur
ekki til hugar, að reisa við aptur keisaradæmi ætt-
manna Napóleons. Samkomulagið milli prinzins
og ríkisþingsins kárnaði æ því meir, sem valdaleit-
an hans varð berari.
Allt háttalag Loðvíks Napóleons þessi 3 ár, sem
hann var forseti, er mjög svo sjerstaklegt, og lýsir
það klókskap hans, hversu hann smámsaman kast-
aði dularklæðunum og vandi með því landsmenn á
að una drottinvaldi sínu. Hann ér hverjum manni