Iðunn - 01.01.1886, Side 254
248
N. Neóvgaard:
ana en svo, ef duga skyldi. Valds þess, er hann
hafði, neytti hann til þess, að fá að halda þessu
valdi lengur, en honum bar að rjettu lagi. Fyrst
framan af breytti hann svo til um embættismenn
og þó einkum hershöfðingja, að ekki bar :i, en síðan
varð hann æ því djarftækari. Enginn lýðveldis-
maður fjekk embætti í lýðveldinu, ef unnt var.
Erindrekar hans voru jafnan á hverju strái til þess
að snuðra upp, hvort þessi eða hinn mundi vilja
styrkja »m:llefni» forseta, og reyndist svo, var slík-
um mönnum — þótt ungir væri og lítt kunnir —•
gert hærra undir höfði en hinum, enda þótt þeir
þegar fyrir löngu hefðu getið sjer góðan orðstír.
Sjer í lagi var kappkostað að gera þií menn hers-
höfðingja, er treysta mætti. I Algier, sem erfrönsk
nýlenda, voru beinlínis gerðar smá-herfarir mótiþjóð-
flokkunum á eyðimörkinni, til þess að gefa hinum
ungu liðsforingjuux, er veitta ntti æðri embætti, kost
á að vinna sjer eitthvað til frægðar, en þegar svo
lof þeirra, sem frjettaritarar opt og einatt höfðu
stórum ýkt og aulcið og þegið fje fyrir, hafði borizt
til Parísar, þá varð aldrei skortur á gildum ástæð-
um til þess að láta þá sitja í fyrirrúmi fyrir görnl-
um og nýtum liðsforingjum, sem hjeldu fast við
stjórnarskrá ættjaröar sinnar.
Sundurþykki milli Loðvíks Napóloons og ríkis-
þingsins fór af þessum sökum vaxaridi dag frá degi,
og sxx ætlun varð æ því almennari, sem Iengur leið,
að hann mundi eigi óneyddur segja lausu forseta-
valdinu í þann tíma, sem lögin sögðu fyrir. End-
urkosning var eigi lögum samkvæm, og stjxSrnar-
skrárrof því í vændum.