Iðunn - 01.01.1886, Page 255
Stjórnarskrárrof Napóleons III. 249
Mörgum þótti þegar árið 1850 sem það mundi
ekki eiga langt í land. Um haustið var Loðvík
Napóleon einu sinni við liðskönnun ; æptu þá marg-
riddarasveitii' eptir undirlagi liðsforingjans : »lifi
keisarinm. Forseti ljet sjer vel líka óp þetta, sem
þó var hreint og beint uppreistaróp, er lýðveldisins
er gætt; enda ljét hann reka frá embætti hers-
höfðingja einn, sem hafði fyrirboðið liðsmönnum
sínum slíkt athæfi. Loðvík Napóleon leitaði sama
lagsins, sem hann var vanur. þegar hann varð
þess vís, hversu æstir þingmenn voru orðnir, reyndi
hann að sefa hugi manna með ávarpi til þingsins.
1'ók hann þar af öll tvímæli um tryggö sína við
stjórnarskipunina:
«Hvernig sem öllu víkur við, skal eg aldrei víkja
frá þeirri reglu í stjórnarathöfnum mínum : að
lrma það af hendi, sem skyldan býður mjer, og
ekki neitt annað. I svipinn er hverjum manni
öðrum en mjer frjálst að leita allra bragða til
þess, að flýta fyrir endurskoðun stjórnarskrár-
ínnar.------Jeg einn, sem er bundinn við eið
ftunn, verð að halda mjer stranglega innan vje-
þanda hennar. — — jpjer megið vera fullvissir
uni, að jeg læt mig litlu skipta, hver muni stýra
fL'akklandi árið 1852; en jeg læt mjer mest um
það liugað, að sjá svo um, að allt komist ekki
f uppnám og á ringulreið, er breyting kemst á,
hver sem húu verður. — Jeg hefi nú hrein-
skilnislega lýst hugrenningum mínum fyrir yður.
3?jer munuð launa mjer einlægni mína með
U'austi yðru, minn góða ásetuing með aðstoð