Iðunn - 01.01.1886, Page 256
250 N. Noergaard.:
yðvarri, og þá inun guð sjá fj'rir því, sem á
brestur».
Af orðum þessum jókst niörgum traust að nýju,
enda hegðaði hann sjer eptir þeirn í verki. Sá
friður stóð þó eigi lengi. I ársbyrjun 1851 brá
bæði þingmönnum og miklum hluta þjóðarinnar
heldur en ekki í brún, er Changarnier, yfirhers-
höfðingi sotuliðsins í París, allt í einu var sviptur
embætti. Hann var mestur virðingamaður af öll-
um hershöfðingjunum, að því er sjoðverður; hann
var því í miklum metum hjá meiri hluta ríkis-
þingsins, etida spillti það eigi, að hann var ramm-
ur íhaldsmaður og hatði opt lýst óbeit sinni og
ýmugust á Loðvík Napóleon. Orsökin til afsetu-
ingarinnar var sú, að hann hafði bannað sveitar-
foringjum setuliðsins í París, að hlýðnast skipunum
annara ert yfirhershöfðingjans.
Afsetning Changarniors hershöfðingja olli tals-
verðum æsingum, sem nærri má geta. iBtlun
flestra manna var, að með honum væri fallinn einn
hinn óbilugasti varnargarður ríkisþingsins gegn
fjandmönnurn stjórnarskipunarinnar. Svo mikill
var ótti manna, að Tliiers, einna mesti virðinga-
maðurinn á ríkisþinginu og fyrrum ráðgjafi Loð-
víks Pilipps, sagði í ræðu einni: »keisaradæmið er
þegar komið«. Að öðru leyti rak voðinn bæði Thiers
og' marga aðra hægrimenn til þess að kosta meir
en áður kapps um, að vornda stjórnarskipunina eins
og hún þá var, en hún ein gat þá bjargað Frakk-
landi undan klóm Loðvíks Napóleons.
Upp frá þessu sýndi ríkisþingið sig í beinum
fjandskap, lýsti vantrausti sínu á ráðaneytinu, neit-