Iðunn - 01.01.1886, Page 258
252 N. Neergaard:
greindum ummælum úr ræðunni, er hún væri prent-
uð, en þau urðu þó engu síður kunn meðal almenn-
ings ; sló þá miklum óhug á marga. jpað er auð-
vitað mál, að eigi myndi f atkvæða fylgja fram
endurskoðun stjórnarskrárinnar, þegar svona var
komið.
þegar leið fram á sumar, tóku þingmenn sjer
heimfararleyfi ; en þegar þeir komu aptur til þings
4. nóvemberm., bar Loðvík Napóleon fram tillögu
um að uema úr gildi lögin frá 31. maí 1850,
eða með öðrum orðum : hann Iagði til, að al-
mennur kosningarrjettur væri leiddur í lög af nýju.
jpetta var hið mesta kænskubragð. Napóleon hafði
sjálfur verið hvatamaður þess, að þessi fyrnefndu
lög voru lögð fyrir ríkisþingið, en nú ætlaði hann
að korna sjer í mjúkinn hjá þjóðinni með því, að
leitast við að fá þau aptur numin úr gildi; hann
gat og gengið að því vísu, að hægri menn, meiri
hlutinn á þinginu, *mundi greiða atkvæði móti til-
lögunni, en þá mundi ríkisþingið verða óþokkað í
meira lagi af alþýðu. Með þessu bragði fekk hann
enn fremur vakið nýtt deiluefni milli hægri manna
og vinstri á þinginu.
Allt fór að óskum : ríkisþingið felldi tillöguna og
studdu hana einungis lýðveldismenn, svo að nokk-
uð kvæði að, en Loðvík Napóleon varð af þessu
betur þokkaður af landsmönnum en nokkuru sinni
áður. Vinstri menn tóku jafnvel að iðrast þess
ýmugusts, er þeir höfðu haft á forseta, en í ann-
an stað óx að nýju ótti þeirra við apturhaldsbrugg
hægri flokkanna, og þetta reið tillögu þeirri að
fullu, er hægri menn báru upp um sömu mundir,