Iðunn - 01.01.1886, Page 260
254
N. Neergaard:
skipað hafði. Að öðru leyti reyndi Loðvík Napó-
leon til að viðra sig upp við setuliðið í París með
öllu móti, með aukagetum, hátíðahöldum o. fl., enda
var það honum næsta hliðhollt. jpessir menn voru
fullir vonar um nýja herfrægðaröld, fullir sívax-
andi óbeitar á borgarastjettinni og leiðtogum henn-
ar á þinginu; kom Loðvík Napóleon allt þetta í
góðar þarfir.
Með eirðarlausri ákefð royndu menn ekki að eins
D,ð telja hernum, heldur og alþýðunni hughvarf, og
snúa hvorutveggja til lags við Loðvík Napóleon.
þegar verið var að telja um fyrir verkamönnum,
þá var ávallt viðkvæðið hið sama, að forseti væri
helzti upphaldsmaður almenns atkvæðisrjettar og
verndari fátækrar alþýðu, en ríkisþingið sýndi sig í
bcriun fjandskap við hvorttveggja. þegar talað var
um fyrir meðaistjettinni, var annaðhljóð í strokkn-
um. I hina »gæfu borgara« var logið heilum sög-
um um stjórnarbyltingar og samsæri, og þeir þann-
ig látnir hafa hitann í haldinu. Ef festa mætti
trúnað á orð erindsreka Bónapartista, þá var verk-
mannastjettiu í stórbæjunum komin á flugstig með
að hefja stjórnarbylting, en forseti einn var þess
megnugur, að frelsa þjóðfjelagið frá nýjum umbylt-
ingum, er glata mundi lífi og eignum margra og
drepa niður alla atvinnu. En menn Ijetu eigi
staðar numið við »vofuna rauðu«. þjóðfjelaginu
átti annars vegar að vera hin mesta hætta bviin af
hægri mönnum, sem voru í mciri hluta á þinginu.
Hver lygasagan rak aðra um samsæri, or oddvitar
meiri hlutans hefðu stofnað til þess annaðhvort að
drepa eða taka fastan forseta og ráðaneyti hans,