Iðunn - 01.01.1886, Page 262
256 N. Neergaard:
hann og allvel til hershöfðingja fallinn; en valda-
fýsn haus og velsældar var of gífurleg til þess, að
hann gæti af horið alla þá þvingun og gaumgæfni,
sem hermeun verða venjulega að leggja á sig;
hann kaus því að leita hamingjunnar með sem
minnstri fyrirhöfn.
Um þessar mundir kvað ekki neitt hvorki að
þessuin tveim mönnum, sem nú voru nefndir, nje
heldur öðrum forgöngumönnum stjórnrofsins, svo
sem voru þeir Maupas, lögreglustjóri, og Magnan,
hershöfðingi Parísarliðsins. |>ess þarf varla að
láta getið, að enginn verulega málsmetandi maður
í Frakklandi vildi spilla mannorði sínu á stjórnar-
skrárrofi. Loðvík Napóleon varð því að taka hvern,
sem búinn var, enda fekk hann til liðs við sig
mikinn flokk alræmdra eða ómerkra manna, sem
litlir voru sæmdarmenn í sinni stöðu, en höfðu
aptur á móti þá kosti til að bera, sem á þurfti að
halda: ósvífni, stilling og þrek.
Rofin stjórnarskráin.
Mánudagskveldið 1. desembermán. gerði forseti
mönnum veizlu í hi 11 sinni. í hinum ljómandi hall-
arsölum var fjöldi manns saman kominn, allir bún-
ir hinum beztu klæðum; mátti þar sjá gullsaumaða
einkennisbúninga, stjörnur og riddarabönd. Gleði-
bragur var á öllum, eins og endrarnær, enda var
Loðvík Napóleon góður heim að sækja. Hina sömu
hugarró var að sjá á andliti hans, sem jafnan endr-
arnær, og vingjarnlegur var hann í tali við hvern,
sem vera skyldi. þ>ó voru alvarleg störf eigi lögð