Iðunn - 01.01.1886, Page 263
257
Stjóruarskrárrof Napóleons III.
á hylluna, seru sjá má af litlu atviki, sem einn af
vinum Napóleons hefir sagt frá.
Prinzinn hallaði sjer upp að arni í salnum og
benti Vicyra, sem þá fyrir skömmu hafði verið
gerður ofursti yfir borgarliðinu í París, að finna
sig; hann var einn þeirra manna, sem vissu, að
eitthvað var í bruggi, en var þó enn þá eigi vísari
erðinn um fyrirætlanir forseta. Vieyra kom; prinz-
inn sagði í hálfum hljóðum, en hreyfði sig þó
hvergi nje ljet á sjer bera:
"Ofursti, hafið þjer svo mikla stjórn á sjálfum
yður, að þjer bregðið eigi liti, þegar yður er eitt-
hvað niðri fyrir?«
»það held jeg víst, yðar tignn.
»Gott er það.------I nótt á það að gerast. — —
Getið þjer ábyrgzt, að á morgun sjái enginn sjer
nndanfæri?«.
Prinzinn hjelt nú áfram í mestu ró og makind-
Uln, að segja honum fyrir, hvað gera skyldi. þeg-
ar því var lokið, ætlaði ofurstinn að fara út úr
saluum til þess að taka til óspilltra málanna, en
Loóvík Napóleon aptraði honum og sagði: »Knn er
ekki tfmi til kominn; menu gætu grunað, að þjer
^*ruð að mínu uudirlagi«. Síðan töluðust þeir lít-
Jð eitt við út í hvippinn og hvappinn, áður en þeir
skildust. því næst átti ofurstinn stundarkorn tal
',Jð ýmsa af kunningjum sínum, og hvarf síðau út
lu' salnum, svo að euginn rnaður tók eptir því.
Kyrrð og værð var yfir borginni. Samsærismenn
höfðu reynt að forðast allan grun; í hegðan þeirra
varð okki neitt fundið, er nýrstárlegt mætti þykja.
íðunn. iv. 17