Iðunn - 01.01.1886, Page 267
Stjórnarslcrárrof Napóleons III. 261
verið girt lögregluverði. Prenturunum hafði verið
boðið að vera þar kyrrir um nóttina, og gátu þeir
því þegar tekið til starfa. Var gætt svo mikillar
varkárni, að yfir hverjum prentara stóðu tveir lög-
fegluþjónar, og var því engum unnt að sleppa burtu
og gera allt uppskátt. I dögun var allt fullprentað
og síðan i skyndi fest upp á gatnamótum.
En sú var þrautin þyngri, að ná þinghiisinu á
sitt vald, því að þar var varnarlið fyrir; að vísu
voru til þess teknir á víxl menn úr hersveitunum
f París og sömuleiðis undirliðsforingjar, en yfirstjórn
varnarliðsins hafði maður, er ríkisráðið kaus til
þess, Niol undir-ofursti. Hann var svo alkunnur
dánumaður, að menn höfðu alls eigi dirfzt að gera
ttinnstu tilraun til þess að fá hann á band með
forseta, en þar að auki átti og forseti þingsins og
aðrir tveir embættismenn þoss heima í þinghúsinu.
■Porseti þingsins var að vísu enginn röggsemdarmað-
lll'i en því hugaðri og kjarkmeiri voru hinir báðir,
ejukum Lefló hershöfðingi, er þar á ofan var í góð-
Uui þokka hjá liðsmönnunum.
Sem nærri má geta, vildu menn fyrir hvern mun,
a& eklci slægi í bardaga, heldur yrði komið að mönn-
alls óvörum. Til þess að stýra öllum aðgerðum
Var settur ofursti sá, er hafði yfirstjórn þeirrar
þersveitar, er úr var tekinn þinghúsvörðurinn þessa
uútt. Einn af undirliðsmannaforingjunum höfðu
Þeir áður fengið til liðs við sig, og lauk hann upp
Srmdhliðinu fyrir yfirmanni sínum, er kom með
°furefli liðs rúmlega 2 stundum eptir miðnætti;
^^un neytti þess, að hermennirnir hlýddu honum af
vana, og að stundarkorni liðnu hafði hann svipt