Iðunn - 01.01.1886, Page 269
Stjórnarskrárrof Napóleons III. 263
mjúkum orðum, hve svívirðilegt verk það væri,
er þeir nú ljeti hafa sig til.
Kenning sú um blinda hlýðni, er barin hafði verið
inn f þá, kom nú fram í verkinu, því að ekki hreyfði
nokkur rnaður sig til varnar hershöfðingjanum.
það var jafnvel beitt ógnunum til þess, að þagga
niður í honurn; en liann Ijet eígi skipast við það.
þá var hann dreginn upp í vagn og síðan ekið með
hann til dýflissunnar, og fór með vagninum traust-
ur varðmannaflokkur.
Um fram allt varð þess að gæta, að þingmenn
og aðrir þeir, er handsama átti, væru heptir svo
fljótt og hljóðlega, sem unnt væri; því að daginn
optir áttu borgarmenn að standa sviptir hinum eðli-
legu leiðtogum sínum og láta því fremur leiðast til
nð eira stjórnarskrárrofinu.—Allt þetta var og innt
af höndum með hinni mestu nákvæmni. því var
harið við, að komnir væru til borgarinnar svo marg-
lr, er væru misyndismenn í stjórnarskoðunum og
Væru líklegir til að vera í vitorði með þingmönnum
°g öðrum leiðtogum í stjórnmálum; njósnarlið lög-
reglunnar hafði því í marga daga, svo að ekki bar á,
haft auga á þeim mönnum, er ráðið hafði verið að
hita handsama; enn var hinu sama barið við, ogvar
því 40 yfirmönnum og 800 lögregluþjónum auk
annara lögreglumanna boðið að koma þessa nótt til
hallar lögreglustjórans. Klukkan 5 um morguninn
fengu því næst yfirmennirnir skipun til að lcoma
einn og einn í einu fyrir lögreglustjórann, til þess að
hjá honum skýrslu. Kjekk þá hver um sig skip-
8,1111 hjá honum til að handsama liann eða þá, er