Iðunn - 01.01.1886, Page 270
264
N. Neergaard:
honum var bent til, og fóru þeir af stundu af stað
með þjónum sínum.
Boðið liafði verið að handsama meðal annara hers-
höfðingjana Cliancjarnier og Cavaignac, Thiers og
verkmannaþingmanninn Nadaud.
f>essir menn voru handsamaðir hjer um bil á sama
hátt og Lefió hershöfðingi; það var brotizt inn í svefn-
herbergi þeirra; það kom fyrir ekki,að þeir.sem hand-
sama átti, annaðhvort veittu viðnám eða mótmæltu
handtöku sinni, og loks var þeim ekið til dýfliss-
unnar í býtið í hráslagaveðri. Menn, sem jafnvel
einn af áköfum varnarmönnum stjórnarskrárrofsins
nefnir hernaðar- og þingskörunga, voru dregnir hálf-
naktir frá heimilum sínum, oða þeim var hótað, að
stungið skyldi upp í þá kcfli, ef þeir kölluðu menn
til hjálpar sjer. Bæði hermennirnir og lögregluliðið
skelltu algerlega skolleyrunum við, er reynt var að
minna þá á hollustu við stjórnarskrána. Einstaka
oinn fyrirvarð sig í kyrþey.—það var allt og sumt.
þannig er mælt, að þegar farið hafi verið með einn
þingmannanna, Charras ofursta, inn í dýflissugarð-
inn, þá sá hann háyfirmann einn úr liðinu vera þar
inni með hermannaflokk. Charras sneri sjer að
honum og mælti: »þarna getur að líta liðsmanna-
foringja, er ber tignarmark heiðursfylkingarinnar;
það er þó maður, scm hlýtur að hafa sómatilfinn-
ingu; hann nefni eg vott að ofbeldi því, er sýnt er
friðhelgum þingmanni!« Liðsmannaforinginn fór i
hnipur og sneri sjer undan, þangað til Charras
hafði verið komið fyrir og slagbrandar reknir fyi'ir
dyrnar.