Iðunn - 01.01.1886, Side 272
266
N. Neergaard:
við þ;í og þingmenn í heild sinni. Jpegar nú for-
setinn tók upp aptur hinn almenna kosningarrjett,
og ljezt þannig fá lýðnum allt í hendur, þú styrkti
það þá eigi alllítið í þeirri trú, að hann væri sam-
bandsmaður lýðvaldsmanna. |>að var sjeð fyrir
því, að auglýsingar og blöð, er voru vinveitt for-
setanum, væru ein um hituna, að »fræða« alþýðu
manna, því árla morguns voru allar prentsmiðjur
umkringdar af lögregluliði og hermönnum, svo að
þær gátu eigi látið eina línu berast til lýðsins. þ>ar
að auki báru áliangendur Napóleons út, að þeir
einir þingmenn, er væru konungssinnar, hefðu verið
teknir höndum um nóttina.
í>ó að verkmenn ljetu sig það litlu skipta,
sem orðið var, þá ljetu þó hinir efnameiri borgarar
í ljósi megna óánægju sína yfir því. jpeir áttu í
engum brösum við þingið, og höfðu haft vakandi
auga á framferði Napóleons. Fyrir því sáu þeir
þegar, hvað í húfi var; þeir sáu keisaraveldið skína
í gegnum hin fögru orð.
Fyrstu tilraun til mótspyrnu gerðu þingmenn,
því að svo stóð á, að nokkuð margir af þeim
höfðu komið saman hjá einum varaforsetanum, og
frá honum lögðu þeir af stað hjer um bil kl. 10 f-
hádegi til þinghússins, sem umkringt var af her-
rnönnum. þ>egar þeir ætluðu að ganga gegnum
skíðgarðshliðið, otuðu dátarnir að þeim byssustingj'
unum; þingmenn voru hugdjarfir, og kröfðust rjett-
ar síns, og gengu fram á byssustingina, og hörfuðu
þá fyrst aptur, er nokkrir af þeim voru særðir og
föt þeirra voru rifin.
Meðan þetta fór fram, höfðu uokkir þjóðfulltrúar