Iðunn - 01.01.1886, Page 274
268
N. Neer;}aard:
með vopnum var sleppt. jpegar hermenn forsetans
vorn að því komnir, að ráðast á ráðhúsið, var fyrst
farið að hugsa um að velja þá foringja, er áttu að
draga saman þjóðholla liðsmenn, einkurn borgar-
liðið, og verða forvígismenn mótspyrnunnar gegu
kollvörpun stjórnarfyrirkomulagsins. þegar búið
var að velja þá og þeir voru á leið á brott, var
ráðhúsið umkringt, og þrátt fyrir öll mótmœli voru
þingmenn teknir höndum og farið með þá í fang-
elsi. þegar farið var með þá um strœtin, þá ljetu
menn í ljós, að þeir væru þeim samþykkir; en þó
var eigi reynt til að ná þeim úr höndum hermann-
anna.
Ríkisrjetturinn kom þegar saman til að dæma
stjómarskrárbrotið; en hjer fór allt á einn veg:
þeir, er dæma skyldu, voru reknir úr dórnsalnum
með hermannavaldi. Hermenn komu þangað, og
höfðu sett byssustingi á byssur sínar.
Hugir manna í Parísarborg fóru nú smámsaman
að verða Loðvík Napóleoni fráhverfir, og þegar
hann ásamt hershöfðingjunum hafði kannað liöið
nálægt höll sinni, þá sýndu áhorfendurnir honum
mjög mikinn kulda, er enn meira bar á sökum á-
nægju þeirrar, er hermennirnir ljetu í ljósi. A
einstöku stað heyrðist jafnvel árnaðaróp fyrir lýð-
veldinu. Síðan sneri hann aptur til hallarinnar
og kom eigi optar á ahnanna færi þann dag.
þegar á daginn leið, bárust alþýðu manna sann-
ar fregnir um það, er gerzt hafði um nóttina, og
þau tíðindi, að Nadaud og aðrir lýðveldismenn
hefðu verið linepptir í fangelsi, vakti eigi all-litla1'
hreyfingar. Avörpum, er lýðveldismenn höfðu skrif-