Iðunn - 01.01.1886, Síða 278
272
N. Neergaard:
»Haldið þjer, að vjer látum drepa oss, til þess,
að þjer getið haldið 25 fr. launum á dag« ?
»Bíddu við, kunningi«, svaraði Baudin; »þá skaltu
sjá, hvernig farið er að deyja fyrir 25 fr. á dag«.
þegar er hann hafði þetta mælt, stje hann
upp á vígisvegginn, og orti á hermennina með
snjölluin rómi. Einn af lýðvaldssinnum, er sá
hermann stinga þingmanninn Schoelcher með
byssustingnum, hleypti af byssu sinni, og dundi
þá þegar skothríðin frá hermönnunum. Baudin
stóð þar sem mest var hættan og fjell dauður til
jarðar, og höfðu 3 kúlur hitt höfuð hans; sama
dauðdaga fjekk einn af lýðvaldsmönnum, er næstur
honum stóð.
Vígið var nú tekið með áhlaupi, og hinn fá-
menni hópur, sem hafði verið því til varnar, var
annaðlivort tekinn höndum, eða tvístrað. Eor-
vfgismennirnir ljetu þó eigi hugfallast, en töldu
um fyrir múgnum bæði í þessum hluta borgarinnai'
og öðrum, og afskiptaleysi lýðsins rjenaði. Hið
liugdjarfa framferði þingmannanna og dauði Baud-
ins iiaug sem fiskisaga um borgina, og margir
fyrirurðu sig fyrir kæruleysi sitt, er þeir heyrðu
hin síðustu orð, er þingmaðurinn hafði sagt við
verkamennina. A þessu fór að bera eptir há-
degið, þar eð múgurinn varð þá fjölmennari og
ægilegri. Víða voru lilaðin vígi, og þó að su®
þeirra væru yfirgefin þegar er hermennirnir gengu
að þeim, þá voru þó sum varin með mestu
hreysti.
Er kvölda tók, var svo mikil mannþröng á "le®
Boulevards«, að riddaraflokkur var sendur til þess,