Iðunn - 01.01.1886, Page 281
275
Stjórnarskrárrof Napóleons III.
vígið ií fætur öðru. Hcrliðið hjelt kyrru fyrir, eins
°g fyrir var hugað, og ljet lýðveldismenn hlut-
^ausa. Mörgum jókst liugur við það, að þeir sættu
°ngri mótspyrnu, og fleiri og fleiri komu á band
lýðveldismanna. Einkanlega ljetu menn fúslega af
hendi vopn handa þeim, er berjast skyldu, og á
feörgum húsum mátti sjá það auglýst, er áður
hafði verið títt í uppreistum í París: »Hjer má
íá alls konar vopn».
J öðrum hlutum borgarinnar bjuggust menn einnig
orustu hjer og hvar, og hjer um bil 1,200 vopn-
a$ra manna voru á strætavígunum, þegar hermenn-
lrnir komu á vígvöllinn. Að vísu var það fámennt
iið í samanburði við það lið, sem Loðvík Napóleon
hafði á að skipa, en alstaðar voru viðstaddir
nópar af vopnlausum mönnum, er Ijetu í ljósi,
að þeir væru samhuga þeim, or börðust, og voru
!>iargir þeirra reiðubúnir að hjálpa þeim, þegar er
°rUstunni hallaði á hermennina. þar að auki glæddi
ir°gnin um bráða hjálp utan af landi eigi all-
litið áliuga manna.
Hermönnunum var haldið vakandi um nóttina
°8 framan af deginum, moð því að veita þeim vel.
Loðvík Napóleon, er vissi hversu illt það hafði
''Ufið fyrir hermennina í fyrri stjórnarbylting-
Uln> að þeir liöfðu mátt fara svangir og lúnir
iil orustu, sparaði hvorki vistir nje vín við þá;
e'Ukanlega ljet hann þá fá vínið í ríkuleg-
Uttl ínœli. Hermennirnir voru því í góðu skapi,
°8 kiðu þess með óþreyju, að þoim væri gefið merki
að ganga í orustu. Eptir því, sem strætavíg-
18*