Iðunn - 01.01.1886, Síða 282
276
N. Neergaard:
unum fjölgaði og borgin fór að verða líkari her-
virki, þá urðu áhangendur forsetans áhyggjufyllri,
og sumir fóru að búast við ósigri.
Að endingu kom hin eptirþreyða stund. Ejett
fyrir kl. 2 lögðu 30,000 manna af riddaraliði,
fótgönguliði og stórskotaliði af stað. þessar þú-
sundir manna áttu að ráðast hvaðanœfa á þann
hluta borgarinnar, þar sem lýðveldismenn höfðu
aðalafla sinn.
A »les 'Boulevards» var krökt af fólki, og var
það einkanlega hin efnameiri meðalstjett. jpað
bryddi á beinum fjandskap við Loðvík Napóleon,
en hvergi sáust vopnaðir menn ; að eins í austurátt
sáust strætavígi. þá er herliðið, er kom að vest-
an, fór í gegn um mannþröngina, var því tekið með
árnaðarópum fyrir lýðveldinu og stjórnarskránni,
og jafnframt kallað í ákefð: »Niður með svikaranab'
þær sveitirnar, er fyrstar voru, tóku þegar að ráð-
ast á strætavígin, er í austurátt voru, og náðu þeir
þeim eptir skamma vörn; hinar sneru til hægn
handar inn í þann hluta borgarinnar, er strætavígin
voru í. En aðalherinn, nær 10 þúsundum manna,
raðaði sjer með hermannlegu skipulagi meðfram
strætinu að norðanverðu, beint á móti mannþröng-
inni, er var á iði fram og aptur að sunnanverðu. Aln
var kyrt nálega heila klukkustund. Hinn mikli her-
afli þaggaði niður í mönnum annars vegar, en hinS
vegar sýndust hermennirnir eigi skoöa hinn vopnlausa
lýð, er stóð gagnvart móti þeim, eins og óvini. Að vísU
hafði lögreglustjórinn látið það boð út ganga u®
morguninn, að án frekari fyrirvara yrði beitt vopn"
um við þá, er næmu staðar á strætunum og hóp'