Iðunn - 01.01.1886, Page 286
2R0
N. Ncergaard:
aði mönnum íljótar en nokkur riddara-atlaga. Allar
þær tilrauuir, sem lýðveldismenn gerðu daginn
eptir, til þoss að fá lýðinn til að byrja aptur orust-
una, urðu til einskis.
París var höfð í hervörzlum eins og unnin horg,
og þúsundir manna, karla og kvenna, gengu píla-
grímsgöngu út á kirkjugarðinn Montmartre, þar
sem lík þeirra, er drepnir höfðu verið, voru grafin
með höfuðið ofanjarðar, til þess að vinir og vanda-
menn gætu borið kennsl á þá. En í höll ríkisfor-
setans var glatt á hjalla; órói og eptirvænting or-
ustudaganna var horfin fyrir gleðinni yfir fengnum
sigri. Loðvik Napóleon, er áður hafði eigi látið
aðra en trúnaðarmenn sína sjá sig, fór nú að koina
fyrir almenningssjónir, og þeir voru margir, er nú
þyrptust utan um hann, til að votta honum gleði
sína yfir þvl verki, er hann hafði framkvæmt.
Vinir hans þreyttust eigi á að lofa hann, og
einkanlega var hin auðmjúka guðhræðsla hanS
þeim til sannrar hugsvölunar. það var svo nota-
legt, að gefa guði dýrðina fyrir það, sem orðið
var. — Einn hinna dyggustu fylgismanna hans,
Granier de Cassagnac, segir í fullri alvöru svo frA
fundum þeirra 6. desembermánaðar.
»þegar jeg gekk til hans, rjetti hann mjer að
vanda litla fingurinn á hægri hendi sinni og
mælti:
»Já! herra de Cassagnac, það er eins fyrir mjer
eins og yður: jeg trúi á forsjón. Munið þjer eptn'
viðræðum okkar í St. Cloud síðasta október? íyl
vorum við á eitt sáttir um það, að bezt væri að