Iðunn - 01.01.1886, Page 289
Stjórnarskrárrof Napóleons III. 283
Napóleon hafði í frammi liaft? Vissulega hefir eigi
svo verið; en sannleikurinn er sA, að allur þorri
Inanna hafði eigi hugmynd um, hvað þeir voru að
greiða atkvæði um, og að þeir, sem völdin höfðu,
liöfðu fyrirmunað þeim gjörsamlega að neyta frjáls-
i'æðis síns í atkvæðagreiðslu sinni, ýmist með hreinu
og beinu ofheldi, eða með því að dylja þá sann-
leikans oða færa hann úr lagi.
Aldrei hefir verið þrælslegar spilað með nokkra
þjóð, en hjer var gert, nieð þessari »frjálsu allsherjar-
atkvæðagreiðslu#. 011 blöð, er voru vinveitt hinu
löglega stjórnarfyrirkomulagi, voru niður hæld,
°g það var höfuðssök, að láta prenta eina línu, sem
fi’æddi lýðinn um, hvernig málið var í raun rjettri
vaxið. Allt fundafrelsi og fjelagsfrelsi var afnumið.
Og það var eigi nóg með það. þeir menn, er hneptir
köfðu verið í varðhald eptir skipun innanríkisráðherr-
ans, einungis vegna þess, að þeir voru mikilsmetnir
hQenn í sínu hjeraði og »grunaðir« um að þeir
lr>undu vilja verja stjórnarskipunina, voru eigi þeir
einu, er stjórnarskrárrofið kom á kaldan ldaka.
Sjerhver sá, er fór niðrunarorðum um forsetann og
aðgerðir hans, livort það heldur var einslega eða í
i'eyranda hljóði, var þegar tekinn og hneptur í
Varðhald, og var þar ineð opt ofurseldur hinni
þrælslegustu meðferð. Eptir skýrslum stjórnarinn-
ai' sjálfrar voru lijer um hil 25 þúsundir manna
settir í fangelsi eða gerðir útlægir um þessar mund-
lr> og öllum lýðvaldshollum rithöfundum komur
Banian um, að setja þá tölu miklu hærri, og flestir
Segja, að það liafi verið um 100,000. jpar við
^ættist, að stjórnarhlöðin, stjórnin og embættis-