Iðunn - 01.01.1886, Page 290
284 N. Neergaard:
mennirnir sögðu hinar verstu lygasögur um það,
sem við bar. Stjórnarskrárrofið var gert að neyð-
arvörn gegn glæpsamlcgum fyrirætlunum þingsins,
og þeir, sem barizt höfðu fyrir stjórnarkránni, voru
kallaðir þorparar, sem eigi hefðu haft annað fyrir
augum, en spell og rán. f>ar á móti var Loðvík
Napóleon gerður að frelsara þjóðfjelagsins frá
þessum hættulegu fjandmönnum; ef hann væri eigi,
þá mundu öll lög og regla fara út um þúfur. þeg-
ar nú loks þess er gætt, að embættismönnunum
var skipað að leggja sem mest bönd á atkvæða-
greiðsluna, og að þeir gerðu það dyggilega; og þeg-
ar litið er á það, að hin kapólska prestastjett í
kjördæmunum út um land var hlynnt forsetanum,
og atkvæðagreiðslan fór fram opinberlega, þá verð-
ur það skiljanlegt, að Loðvík Napóleon fengi allan
þorra manna með sjer.
Hinn 30. desember voru Loðvílc Napóleon til-
kynnt úrslit atkvæðagreiðslunnar á hátíðlegan hátt.
Lon naðui' nefndar þeirrar, er hafði talið atkvæðiu,
hjelt við það tækifæ.ri ræðu, er þetta var í: »Hefir vilji
þjóðarinnar nokkurn tíma í nokkru landi komið eius
berlega í Ijós? Nei, aldrei hefir nokkurt stjórnarfyrir-
komulag áunnið sjer slíka hylli manna, aldrei hef-
ir stjórnarfyrirkomulag haft við betri rök að styðj-
ast, nje átt fremur skilið virðingu lýðsins. — — —
þjer hafið frelsað Frakkland, og bjargað Európu úr
mikilli hættu, og þannig aukið nýjum og ódauðleg-
um orðstír við frægð þá, er fylgdi nafni yðar
áður«.
I svari sínu þakkaði Loðvík Napóleon nefndinni
fyrir það, að hún hefði sýnt fram á og gjört heyr-