Iðunn - 01.01.1886, Page 292
28ti N. Neergaard:
það hundruðum. f>eir liðu óþolandi kvalir á ferð-
inni í fangaskipunum, þar sem þeiin var hrúg-
að saman við óbótameniij or voru dæmdir fyrir
rán, morð og þjófnað, og síðan dóu þeir hrönn-
um saman úr sóttnæmum veikindum, eða af illri
meðferð. A meðal útiaganna og ættingja þeirra,
er eptir voru, var neyðin þó mest, enda þótt sam-
íiokksmenn þeirra gerðu allt, sem í þeirra valdi
stóð, til að bæta úr henni. jpeir stjórnarskrárvinir,
sem ekki urðu beinlínis fyrir sökum hafðir, urðu
að þola þungar búsifjar. þeim var auðvitað gert
allt til meins, reynt að gera þeim atvinnuhnekki
og spilla mannorði þeirra, og sjerhvert ógætnisorð gat
gat komið þeim á kaldan klaka, því nóg var af
sögumönnum hvervetna, er brunnu í skinninu af
ílöngun að koma sjer í mjúkinn hjá hinni nýju
stjórn.
Loðvík Napóleon hjelt viðstöðulaust áfram braut
sína til valdanna. 1 janúarmánuði 1852 var hin
nýja stjórnarskipun birt almenningi, og var hún
byggð á þeim meginreglum, sem gengið hafði verið
til atkvæða um, og í marzmánuði var hið nýja
þing sett. Deginum áður var hervörzlunum af Ijett,
en stjórnin hafði sarnt nóg völd, og þar að
auki sýndu þingmannakosningarnar nógsamlega, að
franska þjóðiu var bæld til hlýðni, því að einir 3
lýðvaldsmenn hlutu kosningu til löggjafarþings-
ins.
Um liaustið 1852 ferðaðist forseti um landið-
Var honum hvervetna fagnað forkunnarvel, og þeir,
sem til þess voru kvaddir að ávarpa hann í mann-
fagnaði, ljetu aldrei þreytast að telja honum og