Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 14
214
August Strindberg:
l IÐUNN
Jens með blysið á aflursæti. Húsbóndinn fer síðast
upp i. Hann er að gá að því, livort hestarnir séu
nægilega vel skaflajárnaðir og rélt sé lagt við þá.
En er hann stígur upp í, brakar liátt í sleða-
körfunni. Síðan þrífur hann aktaumana, spyr enn
einu sinni, hvort ekkert liali gleymst, lítur upp í
gluggana á gamla húsinu sínu, lætur hvína í keyr-
inu, og svo þýtur sleðinn af stað. Hann stefnir fyrst
upp að Stóratorgi, þar setn allir eiga að liittast, sem
ætla að verða með i förinni, en það eru llestalt góð-
kunningjar, efnaðir borgarar og hestaeigendur í Stokk-
hólmi. Og þarna eru þeir nú tlestir komnir á sleðum
síuum, feitir bruggarar og grannvaxnir bakarar og
all er torgið uppljómað af rjúkandi blysunum. Nú
bvín í keyrunum og kveður við í sleðabjöllunum og
öll hersingin heldur af stað niður brekkuna og út
uin liorgarhliðið að norðanverðu.
»Mér þætti gaman að vita, hvernig Pétur bróðir
tekur okkur í ár«, sagði Páll kaupmaður við konu
sína, jiegar fór að kyrrast um í sleðanum.
»IIvað áltu við?« segir húsfreyja og verður ofur-
lítið óróleg.
»Ójú, það er nú skiljanlegt; að vísu er ályllan ekki
mikil; en ég hugsa, að ég hati tekið liann taki hér
í vor, og siðan liefir liann verið eilthvað fálátur við
mig, að mér skilst«.
»IJó svo væri, færi hann líklegast ekki að láta það
á sér finna nú. I’ið hittist ekki svo oft, hvorl sem
er. Og þótt þið séuð nú ekki hvor við annan eins
og bræður ættu að vera, þá eruð þið það nú«.
»Já, en Matti er langrækinn og komi einhver snurða
á þráðinn milli okkar bræðranna, býst ég við, að
ekki verði mikið úr ráðahagnum milli hans og Kölu.
En við sjáum nú til. Sjáum til!«
Sveinn litli hefir lálið sig síga niður í hálminn og
lieldur nú í endann á aklaumunum í þeirri trú, að