Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 50
250
G. Björnson:
IIÐUNN
Nýi ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn koslaði t. d.
rúm 10,000 kr. á rekkju. Og Kaupmannahafnarbúar
hafa njdokið við sjúkrahús yíir 700 sjúklinga, sem
kostaði þá yfir 7 milíónir króna. Mörg önnur nýleg
erlend sjúkrahús hafa orðið þaðan af dýrari — upp í
15000 kr. á rekkju með öllum útbúnaði, stundum meir.
Eg bj’st við að mönnum blöskri kostnaðurinn, og
margur segi, að við höfum ekki efni á þessu, þetta
borgi sig ekki. Það er síður en svo sé. Þelta fyrir-
tæki myndi margborga sig. Við myndum fá
betur menta lækna, og fjöldi sjúklinga greiðari heilsu-
bót en nú gerist.
Hvers vegna hafa aðrar þjóðir lagt þessi ógrynni
fjár í sjúkrahús sín? Blátt áíram af því, að þar er
mönnum orðið ljóst, að hvert sjúkrahús sem reist
er á ríkis kostnað, eða bæja, eða sveita, það er
g r ó ð a f y r i r t æ k i fyrir alþýðu manna, allan ai-
menning, alt þjóðfélagið. Það fé, sem komið er í
sjúkrahús hér á landi, er smáræði að tiltölu við
fólksfjölda á við það, sem aðrar þjóðir hala lagt í
þær þaríir.
Það skal vel vanda sem lengi á að slanda.
Við eiguin ekki að ílana að þessu fyrirtæki. Það
þarf mjög rækilegan undirbúning. Til þess
ælti að veila fé á næsta þingi, og síðan skipa nefnd
manna (Iækna, húsameistara og verkfræðinga) til að
íhuga alt sem vandlegast og semja áætlanir.
Til þess myndi ekki veita af tveimur árum. Und-
irbúningsvinnan að þessuin nýja Hafnarspítala sem
ég nefndi (Bispebjærg Hospital) stóð yfir í 8 ár,
áður verkið var hafið.
Það getur því ekki lcomið til mála að veila fé til
húsagerðar fyr en á alþingi 1919 — í fyrsta lagi.
Okkur veitir ekki af 4—5 árum til undirbúnings —
í minsta lagi.