Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 83
IÐUNN]
Endurminningar.
283
Sivertsen (uppgjafaprestur í Reykjavík); Steindór
Briem (prestur i Hruna, dáinn); Árnabjörn Svein-
björnsen (meþódistaprestur og síðar læknir í Ameríku).
Þeir 5, sem í 1. bekk voru teknir um haustið, voru
þessir: Björn Jónsson (ritstjóri, ráðherra, dáinn); Jón
Ólafsson (rithöfundur); Slefán Pétursson (prestur að
Hjaltastað, dáinn); Jens Pálsson (prestur að Görð-
uin, dáinn); Jón Pálsson (bróðir hans, verzlunar-
stjóri, dáinn).
Þetta sama haust kom Kristján skáld Jónsson
suður til Reykjavíkur og dvaldi hér við nám um
veturinn og gekk inn í skólann næsta vor. Hann var
okkur skólapiltum eins samrýndur eins og hann
væri skólabróðir okkar.
Frá inntökupróii um haustð er mér einn atburður
minnisstæður, og varð mér hann þó einkum minnis-
stæðari um vorið eftir, heldur en í bráðina, enda
minti Halldór kennari Guðmundsson mig oft síðar á
þelta, og síðast 1897, er ég kom heim frá Ameríku.
Halldór átti að sitja yiir okkur við inntökuprótið,
er við gerðum íslenzkan stýl. Þegar við liöfðum
skrifað upp stýlsefnið, spyr ég Halldór, livaða staf-
setningu við ættum að hafa, koðrænu, guðhrenzku
eða Sveinhjarnar Egilssonar stafsetningu. Halldór
leit á mig og svaraði þurlega: »Konráð er vísl tek-
inn gildur hér«. Hann virti mér, eftir því sem hann
sjálfur sagði, spurningurta til fordildar, hélt að ég
væri að gera mig merkilegan; en ég hafði spurt i
einfeldni. Þegar nokkuð kom fram i slýlinn, spurði
•ég aftur Halldór um orð, hvort það væri skrifað
með æ eða œ. Halldór svaraði aftur nokkuð mýkri:
»Það er ekki heimtaður hér munur á þeim stöfum«.
Eg svaraði aftur, að ég væri vanur að gera mun á
þeim. »Þá verður þú að segja þér sjálfur, livað rétt
er«. Eg skilaði stýlnum, og segir svo ekki af sögunni
meir að sinni. — Þegar póstskip kom næsta skifti
Iðunn I. 19