Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 60
260
Matth. Jocliumsson:
IIÐUNN
á hann og þótti hann hafa Hrafnistu-manna svip;
var hann þá hálf-níræður og mjög saman genginn,
og þó á sinn liátt stórmannlegur. Tók hann fyrstur
til máls; og er þessi »Nornagestur Norðurlanda« var
studdur upp í ræðustólinn, viknaði ég og var sem
mér fyndist hann rogast með heila öld og lieillar
þjóðar sorg og gleði, vizku og heimsku á baki. Var
sem rödd hans kæmi frá liaugbúa; svo var hún
hljómlaus og dimm. Kvað hann sér á óvart koma,
að heyra skynsemistrú aftur komna á dagskrá; »en
ég veit ekki betur«, sagði liann, »en ég kvæði þann
drauginn niður fvrir 60 árum«. Annað mælti hann
l'átt að marki og var studdur til sætis, en orð-
um öldungsins var mikill rómur gefinn. Skal ég taka
það fram, að veturinn eftir sólli ég Vartov-kirkju
Grundtvigs, þegar ég gat, því hið stórfelda við það
jötunmenni liafði löngu áður vakið aðdáun mína -—
þrátt fyrir alla lians forneskju í kveðskap, máli og
kenningum. En meira um hann síðar. Eftir Grundlvig
fékk Magnús orðið og steig í stólinn. Hannhófræðu
sína á því, að hann kvað óhjákvæmilegt að rann-
saka tilorðning og áreiðanleik hinna fornu trúarfræða
kirkjunnar og byrja á hinni poslullegu trúarjátning,
sem ekki yrði séð né sannað að væri frá postulanna
dögum; því síður mætti una við liin svo nelndu
játningarrit frá siðbótartímanum; liann kvað hvern
kennara í trúarfræðum, og sérstaldega svo valinn fund
sem þelta, skyldan til að skoða og skýra heimildir
sínar og annara fyrir því öllu, sem kent væri sem
sáluhjálpar-atriði; sérstaklega þyrfti að rannsaka
samhljóða-guðspjöllin, er óhætt væri að telja sann-
sögulegust allra sagna um Jesú og kenningar hans;
kvaðst i-æðumaður fyrir löngu orðinn sannfærður
um, að óvenjulega mikið rj’k hefði öld eftir öld fallið
yfir allar erfikenningar kristninnar alt lrá tíma hins
elzta og einfaldasta kristindóms, og svo framvegis.