Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 64
264
Matth. Jochumsson:
| IÐUNN
deilur því lakara við mig sem ég var allur snúinn
að kenningum dr. W. E. Channings, postula hins
únílariska mannúðar-kristindóms. Þótlu mér liöfuð-
prestar fundarins, þeir Brún stiftprófastur og Blædel
og aðrir tala likara hörnum en vöxnum mönnum
með viti, einkum þó hneykslaði mig þrefið við Ad-
ventista og Irvingíana, sem þar voru og vildu sann-
færa fundarmenn með ýmsum stöðum í spádóms-
bókum Gyðinga og Opinberunarbókinni. Gátu þar
engir aðra sannfært, sem ekki var von.
Veizlu mikilli í sal Vincents tók ég |þátt í í fund-
arlokin; sátu þar til borðs á 3. hundrað manna, þar
á meðal Sjálandsbyskup, Gamli-Grundtvig og annað
stórmenni, en auk þess ýmsir, sem ekki voru fundar-
menn. iíg sem nálega engan mann þekti, tók mér
sæti utarlega, og sat mér til vinslri lágur maður
rauðskeggjaður, en þó hvasseygur og hvatlegur. Hvor-
ugur okkar spurði annan að heiti, en þá rauf hann
þögnina og spurði, hvort ég vildi deila með sér rauð-
vínsflösku. Eg vildi það og inti ég hann þá eftir
nafni. Carl Roseriberg heili ég, mælti hann; kannaðist
ég þá við hinn frjálslynda íslandsvin. Upp frá þeim
degi urðum við alúðarvinir. Á hægri hönd mína sat
roskinn maður, hár en grannvaxinn, ekki fríður, en
mjög sómagóður. Þegar inér þótti tækifæri lil, spurði
ég í lágum rómi, hver sá væri, sem talaði. Hann lók
upp miða hjá sér og skrifaði »Zakris Topeliusa. Sá
ég þá að þetta var höfuðskáld Finna, en ekki lalaði
ég við liann, og sá hann aldrei síðan. Sýnir
þetta, hve merkilegar tilviljanir mæta mönnum á
stundum. Báðir urðu mér ógleymanlegir, Rósenberg
•— einhver skarpasti, færasti og frjálslyndasli rilhöf-
undur Dana um þær mundir, en Topelius eitlhvert
ágætasla skáld, einkum fyrir alþýðu og ungmenni,
sem uppi var á öldinni. Leiddi sá fundur okkar til
.þess, að ég fór að kynna mér betur rit lians, og í