Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 93
IÐUNN]
Ritsjá.
293
Idrkjunnar á nafn. Rarf þó vonandi engum l)lööum að
fletta um það, hvor þeirra hefir verið þarfari maður kirkju
sinni og þjóð. Það er og dálítið hjákátlegt að verja 18 bls.
til þess að skýra frá íslenzku kirkjunni ,í elzlu tíð‘, en
minnast varla með einu orði á sögu hennar á 19. öld: láta
þess ekki einu sinni getið, að stjórnarskráin heimilaði
mönnum loks trúfrelsi hér á landi. Heflr þó trúfrelsi ekki
verið talið litið menningarspor með öðrum þjóðum.
Margs annars hefir höf. látið ógetið í hinu slutta ágripi
«ínu yfir 19. öldina, ekki af því að lionum sé ekki full-ljóst,
hversu mikilsvert það er margt hvað, lieldur blátt áfram,
af þvi hann fann að bókin ætlaði að verða of löng eða
hann sá að arkafjöldinn, er hann hafði saraiö um við út-
gefandann, var á enda áður en hánn varði. Full ástæða
hel'ði verið til að minnast stuttlega á hinar stórfeldu um-
hætur á samgöngum vorum og póstgöngum á síðasta
mannsaldri, á vegagerð og brúa á síðari árum; á slofnun
Geðveikrahælisins á Kleppi og Vifllstaðahælisins og á stofn-
un smásjúkrahúsa i kaupstöðum vorum. Pá hel'ði mátt gela
annars eins nytsemdasjóðs og Söfnunarsjóðurinn er eða
þá alþýðustyrktarsjóðanna og tnargra sjóða og dánargjafa,
•er landi og lýð hafa gefist á síðari árum. Alt her þelta
vitni um vaxandi þjóðþrif, menning og samúð hjá islenzku
þjóðinni, sem er mikils meira vert en róstur og ofrikisverk
liðinna alda. Rá hefði og verið ástæða til að geta um ýmis
önnur mikilsverð menningarspor i löggjöf vorri, svo seni
um tilskipun um prentfrelsi, tilskipun unt breyting á crfða-
lögum vorum, er veitti konum jafnan rélt til arfs sem körl-
<ini, um tollalög vor, sveitastjórnarlög vor o. m. ö. sem hér
verða ekki talin. Margt af því er nú var talið markar svo
■djúp spor í framsókn isl. þjóðarinnar og skipar henni á
bekk með menningarþjóðunum, að hin upprennandi kyn-
slóð má ekki ganga þess dulin. Auk þess getur það örvað
hana til að feta í spor feðra sinna.
Um Sturlungaöldina virðist liöf. vera óþarflega marg-
°rður í skólabók — fullar 56 bls. — og það því fremur
sem hún er hin mesta róstuöld og ójafnaðar i sögu vorri,
er heíir fátt sér til ágætis, er eftirbreytnisvert sél); en
1) Oðru visi er meðl'erð frændþjóða vorra á slikunt hnigtumarlimabil-