Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 79
IÐUNN]
Fyrirboðar.
279
því við, að hann væri vinur Lady Warwick, og að
hún mundi kannast við sig.
Miss Harper fór morguninn eftir með þetta skeyti
til Steads. Hann sagði, að hún hefði átt að senda
Lady Warwick það tafarlaust kvöldinu áður. Hún
var ekki á því. Hún sagðist ekki mundu hafa farið
ineð það til Steads sjálfs, ef það hefði ekki verið lof-
orðum bundið, að hún léli hann vita um alt, sem
fyrir sig bæri í þessa ált. Hún hefði jafnvel ekki
hugmynd um, livort þessi N. hefði nokkuru sinni
verið til, og að öllum líkindum væri þetta einhver
etidileysa. En ef hún hefði sent skeytið, og ef Lady
Warwick hefði tekið það lil greina, þá væri þess
enginn kostur að fá að vita, hvort það hefði verið
nokkuð að marka.
Lady Warwick átti heima úti á landi. Slead sendi
henni skeytið þegar í stað, ásamt bréfi. Bréíið var
látið í póstkassa skömmu eflir hádegi á þtiðjudag-
inn. Hann frétti ekkert fyr en um miðaftan á mið-
vikudaginn. Þá fékk hann símskeyti frá Lady War-
Avick. Hún kvaðst þá vera n5Tkomin heini og hafa
fengið bréf hans. Hún hafði farið að heiman, í mót-
orvagni sínum, á þriðjudagsmorguninn, og ekki
komið heim fyr en nú. Leið hennar lá gegnum Lund-
únaborg. Á heimleiðinni vildi henni það til á stræt-
um borgarinnar, að mólorvagn hennar rakst á annan
mótorvagn, og ónýttist gersamlega. Lady Warwick og
þjónuslustúlka liennar köstuðust út úr vagninuin við
áreksturinn, meiddu sig töluvert, en sluppu þó furð-
anlega vel eftir atvikum úr þessari miklu hæltu. Þær
Voru fluttar í heslavagni á járnbrautarslöð, og með
járnbrautarlest komust þær heim. Þar beið þeirra
bréf Steads með viðvöruninni.
Miss Iiarper var farin heim til sín, þegar skeytið
kom frá Lady Warwick. Stead skrifaði lienni tafar-