Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 91
IÐUNN[
Endurminningar.
291-
islenzkum þýðingum hafði hann í smíðum um mörg,
mörg ár. Þó hugsa ég að hann hafi verið að mestu
hættur við hana síðustu árin. Það sem lengra var
liornið af henni en á lausa miða, lireinskrifaði hann
í léreftsbundnar bækur, fjórblöðunga nokkuð þykka,
og skrifað »í hálft«. Man ég eftir að bækurnar lágu
í bunka á hliðinni, og var stallinn með bókstafnum
»A« á að gizka 20 þml. hár frá gólfi, eða meira.
Það reiknuðu gárungarnir út, að eftir stærð þess sem
var komið af bókinni (en það var víst lítið meira en
A-ið), þá yrði Gisli að lifa i fjórtán hundruð ár til
að geta lokið við hana, og var ekki laust við að
kunningjar lians stríddu honum stundum á þessu.
[Frh.]
Ritsjá.
Sólarljóð. Gefin út með skýringum og atliuga-
semdum af Birni M. Ólsen. Rvík 1915.
A þeim mikla liaug litt-læsilegra og al-ólæsilegra bóka,
sem Rókm.fél. bæði fyr og síðar hefir mokað út í almenn-
ing, getur nú að líta einn gimstein gulli greyptan: Sólar-
ljóð, hin kristilegu Hávamál vor, samantekin og skýrð af
B. M. Olsen með peirri skarpskygni, djúphygli og víð-
sýni, sem honum einum er léð af öllum Norrænufræðing-
um vorum. Unun er að lesa ritgei ð þessa, og ætti hver
maður að gera það, sem ann tungu vorri og fjársjóðum
hennar. Oska ég þess eins, og svo munu íleiri gera, að próf.
Olsen gefi oss fleiri slíkar gjafir, að hann skýri t. d. Völu-
spá og Hávamál tneð sama hætti, — m. ö. o.: að þessi
ritgerð verði Draupnir sá, er drjúpi af aðrir hringar jafn-
höfgir, og að Bókm.fél. vinni meira að slikum útgáfum.
Pá mun þetta góða, gamla félag bráðlega varpa ellibelgn-
um og geta sér hylli þá, sem það lielir áður haft.
Á. II. B.