Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 95
ÍÐUNN|
Ritsjá.
295
«ins og alment er taliö, hafi verið mótfallinn rýmkun
verzlunarinnar, nær engri átt; enda taka umrnæli hans í
skýrslum hans til stjórnarinnar af allan efa um það atriði.
Pað er og segin saga, að Magnús Stephensen mundi vart
hafa gerst semjandi og aðalforgöngumaður Almennu bæn-
arskrárinnar, hefðí hann vitað, að faðir hans var hcnni
algerlega mótfallinn.
I kaflanúm um ,viðreisnarbaráttuna‘ er frásögnin all-
víða helzt til stuttorð og par af Ieiðandi ekki alstaðar sem
nákvæmust. Sumstaðar bregður og fyrir staðhæfingum, er
að minsta kosti mega teljast vafasamar, Rannig er tekið
nokkuð djúpt í árinni á 343. bls., þar sem sagt er, að ,það
var sem þjóðin öll vaknaði af dvala, er hún heyrði getið
um frelsisheityrði konungs, og beiddist þess í einu hljóði'
■o. s. frv., þegar maður veit hvernig sumar bænarskrár þær,
sem um er að ræða, voru undirkomnar og að nokkrar þeirra
voru teknar saman suður í Kaupmannahöfn. Rétt liefði
verið að geta þess, hvernig stóð á, að svo lengi dróst, að
þjóðfundurinn væri haldinn, sem og þess, að aðfarir kon-
ungsfulltrúa sættu þungum ákúrum í mikils megandi dönsk-
utn blöðum. Þá hefði og mátl vikja að því, að þrátt fyrir
hina löngu og ötulu barattu Jóns Sigurðssonar um fjárhags-
mál vort, þá fór Danastjórn þó ekki að skiljast lil fulls,
að fjárskilnaður væri nauðsynlegur, fyr en útgjöldln til
íslands þarfa tóku að aukast. Á 358. bls. er það ofhermt,
að Jón Sigurðsson hafi fengið því framgengt »með tilstyrk
•danskra þingmanna, er hann hafði unnið á sitt mál, að
verzlunin á íslandi var frjáls gelin að fullu og öllu 1854«.
t*að voru hin ríku áhrif Manchester-verzlunarstefnunnar,
er einmitt urn það leyti var að ná föstum tökum á all-
•uörgum mentuðum mönnum í Danmörku, er réðu aðallega
urslitum verzlunarmáls vors á ríkisþingi Dana. Jón Sig-
urðsson gat þess einu sinni sjálfur í ræðu, sem Steingrim-
n*- 'i'horsteinsson var heyrnarvottur að, og er líklegl, að
honum hafi verið það nokkurn veginn kunnugt. En varla
niundi samt mál þetta hafa komið fyrir þing Dana, svo
skönrmu eftir þjóðfundinn, ef hin einbeitta og viturlega
úarátta Jóns hefði ekki verið gengin á undan. Með fylsta
rutti telur höf. stjórnarskrána frá 1874 .árangurinn af striti*